Innlent

Tölu­verður eldur kviknaði í ál­þynnu­verk­smiðju TDK

Kjartan Kjartansson skrifar
Slökkviliðsmenn við TDK álþynnuverksmiðjuna á Krossanesi á Akureyri í dag. 
Slökkviliðsmenn við TDK álþynnuverksmiðjuna á Krossanesi á Akureyri í dag.  Vísir/Tryggvi Páll

Engin meiðsl urðu á fólki þegar eldur kviknaði í framleiðslutæki í álþynnuverksmiðju TDK á Krossanesi við Eyjafjörð í dag. Tveir voru þó fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús til öryggis vegna mögulegrar reykeitrunar, að sögn slökkviliðs.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar tilkynnt var um eldinn klukkan tuttugu mínútur í tvö. Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri, segir að töluverður eldur hafi kviknað í einu framleiðslutæki verksmiðjunnar.

Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eldinn en slökkvilið vaktar svæðið áfram. Upptök eldsins eru ókunn en Vigfús segir að mikil háspenna sé í verksmiðjunni og rafmagnsnotkun mikil.

Álþynnuverksmiðjan var áður kennd við Becromal en skipti um nafn árið 2018. Verksmiðjan var stofnuð árið 2009 en hún er dótturfyrirtæki TDK Foil Italy semer með höfuðstöðvar í Mílanó á Ítalíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×