Dómararnir þurftu fylgd inn í klefa eftir að leikmenn Úrúgvæ gerðu að þeim aðsúg Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 12:00 Dómararnir fengu fylgd inn í klefa eftir leik. Leikmenn Úrúgvæ voru mjög ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í leiknum. Vísir/Getty Það voru mikil læti eftir að leik Úrúgvæ og Gana lauk á heimsmeistaramótinu í Katar í gær og þurftu dómarar leiksins fylgd inn í klefa að honum loknum. Luis Suarez segir að FIFA sé á móti Úrúgvæ. Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sjá meira
Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sjá meira