Hafa nú þegar greitt út tugi milljóna í bætur vegna lekans í Hvassaleiti Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 21:00 Mikill fjöldi sjöllviliðsmanna var kallaður á vettvang í Hvassaleiti að kvöldi 2. september. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið VÍS hefur nú þegar greitt út alls 45,6 milljónir króna í bætur vegna tjónsins sem varð þegar önnur tveggja stofnlagna vatnsveitu rofnaði í Hvassaleiti í Reykjavík í september síðastliðinn. Ljóst er að enn eigi eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins, en VÍS mun krefja Orkuveitu Reykjavík um allar bótagreiðslurnar sem hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar sem birtur var í gær. Atvikið átti sér stað við norðurenda fjölbýlishúss í Hvassaleiti 30 þann 2. september síðastliðinn. Snemma var ljóst að mikið tjón yrði vegna þess vatnsflaums sem fór um nærliggjandi svæði. Nokkrar og samverkandi ástæður Fram kemur að ástæður þess að lögnin rofnaði séu að öllum líkindum nokkrar og samverkandi. „Líklegustu orsakir fyrir rofinu eru ófullnægjandi efnisgæði í röri eða að galli hafi komið fram í því. Einnig er mögulegt að breytingar í umhverfi lagnar hafi leitt til þess að hún rofnaði. Þá kunna jarðhræringar sem hafa átt sér stað á Reykjanesi undanfarið að hafa átt þátt í að lögnin fór í sundur. Það liggur hins vegar fyrir að ekki var fyrir að fara neinum mistökum eða vanrækslu af hálfu starfsfólks Veitna þannig að rof lagnarinnar verður ekki rakið til athafna eða athafnaleysis þess. Fljótlega varð ljóst að afleiðingar af þessu atviki yrðu töluverðar enda hafði vatn flætt inn í bílskúra og bílaplön í nærliggjandi fasteignum. Í ljósi þess að atvikið var ekki að rekja til mistaka eða vanrækslu starfsfólks fellur tjón vegna þess ekki undir ábyrgðartryggingu Orkuveitu Reykjavíkur ‐vatns‐ og fráveitu hjá VÍS,“ segir í tilkynningunni. Fjórtán milljónir vegna tjóns á bílum Enn fremur segir að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafi tekið þá ákvörðun að allt tjón sem íbúar yrðu fyrir vegna atviksins yrði bætt, VÍS hafi haft umsjón með tjónatilkynningum og milligöngu um uppgjör tjóna til tjónþola. „VÍS hefur í dag greitt tjónþolum alls 45,6 milljónir króna, þar af eru um 14 milljónir króna vegna bifreiðatjóna. Ekki liggur þó fyrir í dag hver heildarfjárhæð tjónsins verður þar sem enn á eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins. Í samræmi við framangreinda ákvörðun stjórnenda um að taka ábyrgð á öllu því tjóni sem varð mun VÍS krefja Vatns‐ og fráveitu um allar þær bótagreiðslur sem hafa átt sér stað,“ segir í árshlutauppgjöri borgarinnar. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00 Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16 „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Ljóst er að enn eigi eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins, en VÍS mun krefja Orkuveitu Reykjavík um allar bótagreiðslurnar sem hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar sem birtur var í gær. Atvikið átti sér stað við norðurenda fjölbýlishúss í Hvassaleiti 30 þann 2. september síðastliðinn. Snemma var ljóst að mikið tjón yrði vegna þess vatnsflaums sem fór um nærliggjandi svæði. Nokkrar og samverkandi ástæður Fram kemur að ástæður þess að lögnin rofnaði séu að öllum líkindum nokkrar og samverkandi. „Líklegustu orsakir fyrir rofinu eru ófullnægjandi efnisgæði í röri eða að galli hafi komið fram í því. Einnig er mögulegt að breytingar í umhverfi lagnar hafi leitt til þess að hún rofnaði. Þá kunna jarðhræringar sem hafa átt sér stað á Reykjanesi undanfarið að hafa átt þátt í að lögnin fór í sundur. Það liggur hins vegar fyrir að ekki var fyrir að fara neinum mistökum eða vanrækslu af hálfu starfsfólks Veitna þannig að rof lagnarinnar verður ekki rakið til athafna eða athafnaleysis þess. Fljótlega varð ljóst að afleiðingar af þessu atviki yrðu töluverðar enda hafði vatn flætt inn í bílskúra og bílaplön í nærliggjandi fasteignum. Í ljósi þess að atvikið var ekki að rekja til mistaka eða vanrækslu starfsfólks fellur tjón vegna þess ekki undir ábyrgðartryggingu Orkuveitu Reykjavíkur ‐vatns‐ og fráveitu hjá VÍS,“ segir í tilkynningunni. Fjórtán milljónir vegna tjóns á bílum Enn fremur segir að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafi tekið þá ákvörðun að allt tjón sem íbúar yrðu fyrir vegna atviksins yrði bætt, VÍS hafi haft umsjón með tjónatilkynningum og milligöngu um uppgjör tjóna til tjónþola. „VÍS hefur í dag greitt tjónþolum alls 45,6 milljónir króna, þar af eru um 14 milljónir króna vegna bifreiðatjóna. Ekki liggur þó fyrir í dag hver heildarfjárhæð tjónsins verður þar sem enn á eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins. Í samræmi við framangreinda ákvörðun stjórnenda um að taka ábyrgð á öllu því tjóni sem varð mun VÍS krefja Vatns‐ og fráveitu um allar þær bótagreiðslur sem hafa átt sér stað,“ segir í árshlutauppgjöri borgarinnar.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00 Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16 „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00
Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16
„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20