Hafa nú þegar greitt út tugi milljóna í bætur vegna lekans í Hvassaleiti Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 21:00 Mikill fjöldi sjöllviliðsmanna var kallaður á vettvang í Hvassaleiti að kvöldi 2. september. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið VÍS hefur nú þegar greitt út alls 45,6 milljónir króna í bætur vegna tjónsins sem varð þegar önnur tveggja stofnlagna vatnsveitu rofnaði í Hvassaleiti í Reykjavík í september síðastliðinn. Ljóst er að enn eigi eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins, en VÍS mun krefja Orkuveitu Reykjavík um allar bótagreiðslurnar sem hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar sem birtur var í gær. Atvikið átti sér stað við norðurenda fjölbýlishúss í Hvassaleiti 30 þann 2. september síðastliðinn. Snemma var ljóst að mikið tjón yrði vegna þess vatnsflaums sem fór um nærliggjandi svæði. Nokkrar og samverkandi ástæður Fram kemur að ástæður þess að lögnin rofnaði séu að öllum líkindum nokkrar og samverkandi. „Líklegustu orsakir fyrir rofinu eru ófullnægjandi efnisgæði í röri eða að galli hafi komið fram í því. Einnig er mögulegt að breytingar í umhverfi lagnar hafi leitt til þess að hún rofnaði. Þá kunna jarðhræringar sem hafa átt sér stað á Reykjanesi undanfarið að hafa átt þátt í að lögnin fór í sundur. Það liggur hins vegar fyrir að ekki var fyrir að fara neinum mistökum eða vanrækslu af hálfu starfsfólks Veitna þannig að rof lagnarinnar verður ekki rakið til athafna eða athafnaleysis þess. Fljótlega varð ljóst að afleiðingar af þessu atviki yrðu töluverðar enda hafði vatn flætt inn í bílskúra og bílaplön í nærliggjandi fasteignum. Í ljósi þess að atvikið var ekki að rekja til mistaka eða vanrækslu starfsfólks fellur tjón vegna þess ekki undir ábyrgðartryggingu Orkuveitu Reykjavíkur ‐vatns‐ og fráveitu hjá VÍS,“ segir í tilkynningunni. Fjórtán milljónir vegna tjóns á bílum Enn fremur segir að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafi tekið þá ákvörðun að allt tjón sem íbúar yrðu fyrir vegna atviksins yrði bætt, VÍS hafi haft umsjón með tjónatilkynningum og milligöngu um uppgjör tjóna til tjónþola. „VÍS hefur í dag greitt tjónþolum alls 45,6 milljónir króna, þar af eru um 14 milljónir króna vegna bifreiðatjóna. Ekki liggur þó fyrir í dag hver heildarfjárhæð tjónsins verður þar sem enn á eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins. Í samræmi við framangreinda ákvörðun stjórnenda um að taka ábyrgð á öllu því tjóni sem varð mun VÍS krefja Vatns‐ og fráveitu um allar þær bótagreiðslur sem hafa átt sér stað,“ segir í árshlutauppgjöri borgarinnar. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00 Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16 „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Ljóst er að enn eigi eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins, en VÍS mun krefja Orkuveitu Reykjavík um allar bótagreiðslurnar sem hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar sem birtur var í gær. Atvikið átti sér stað við norðurenda fjölbýlishúss í Hvassaleiti 30 þann 2. september síðastliðinn. Snemma var ljóst að mikið tjón yrði vegna þess vatnsflaums sem fór um nærliggjandi svæði. Nokkrar og samverkandi ástæður Fram kemur að ástæður þess að lögnin rofnaði séu að öllum líkindum nokkrar og samverkandi. „Líklegustu orsakir fyrir rofinu eru ófullnægjandi efnisgæði í röri eða að galli hafi komið fram í því. Einnig er mögulegt að breytingar í umhverfi lagnar hafi leitt til þess að hún rofnaði. Þá kunna jarðhræringar sem hafa átt sér stað á Reykjanesi undanfarið að hafa átt þátt í að lögnin fór í sundur. Það liggur hins vegar fyrir að ekki var fyrir að fara neinum mistökum eða vanrækslu af hálfu starfsfólks Veitna þannig að rof lagnarinnar verður ekki rakið til athafna eða athafnaleysis þess. Fljótlega varð ljóst að afleiðingar af þessu atviki yrðu töluverðar enda hafði vatn flætt inn í bílskúra og bílaplön í nærliggjandi fasteignum. Í ljósi þess að atvikið var ekki að rekja til mistaka eða vanrækslu starfsfólks fellur tjón vegna þess ekki undir ábyrgðartryggingu Orkuveitu Reykjavíkur ‐vatns‐ og fráveitu hjá VÍS,“ segir í tilkynningunni. Fjórtán milljónir vegna tjóns á bílum Enn fremur segir að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafi tekið þá ákvörðun að allt tjón sem íbúar yrðu fyrir vegna atviksins yrði bætt, VÍS hafi haft umsjón með tjónatilkynningum og milligöngu um uppgjör tjóna til tjónþola. „VÍS hefur í dag greitt tjónþolum alls 45,6 milljónir króna, þar af eru um 14 milljónir króna vegna bifreiðatjóna. Ekki liggur þó fyrir í dag hver heildarfjárhæð tjónsins verður þar sem enn á eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins. Í samræmi við framangreinda ákvörðun stjórnenda um að taka ábyrgð á öllu því tjóni sem varð mun VÍS krefja Vatns‐ og fráveitu um allar þær bótagreiðslur sem hafa átt sér stað,“ segir í árshlutauppgjöri borgarinnar.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00 Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16 „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00
Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16
„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20