Fótbolti

Segir klúðrið hjá Þjóðverjum algjöra kata(r)strófu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Müller þakkar þýskum áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Kosta Ríka.
Thomas Müller þakkar þýskum áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Kosta Ríka. getty/Robbie Jay Barratt

Thomas Müller segir að klúður Þjóðverja að komast ekki upp úr sínum riðli á HM í Katar sé algjör katastrófa.

Þýskaland vann Kosta Ríka, 2-4, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í gær. Það dugði þó skammt því Þjóðverjar enduðu í 3. sæti E-riðils með fjögur stig, jafn mörg og Spánverjar en lakari markatölu.

Müller var í byrjunarliði Þýskalands í gær en náði sér ekki á strik og var tekinn af velli í seinni hálfleik. Hann var með böggum hildar eftir leikinn.

„Þetta er algjör katastrófa. Þetta er ótrúlega sárt fyrir okkur því þessi úrslit hefðu dugað ef Spánn hefði ekki tapað fyrir Japan. Okkur líður eins og við séum bjargarlausir,“ sagði Müller. Hann sagðist ekki vita hver framtíð hans í landsliðinu væri.

„Ef þetta var síðasti landsleikur minn hafa þetta verið algjör forrettindi, takk kærlega fyrir mig,“ sagði Bæjarinn.

Þýskaland komst heldur ekki upp úr riðlinum á HM 2018. Þá sat Müller hins vegar eftir heima eftir að Joachim Löw ákvað að velja hann ekki í þýska hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×