Voru Þjóðverjar rændir sæti í 16-liða úrslitum? Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 23:31 Spurningin er hvort boltinn hafi verið farinn útaf vellinum. Vísir/Getty Dramatíkin í E-riðli heimsmeistaramótsins var mikil í kvöld. Þjóðverjar féllu úr leik þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka þar sem Japanir lögðu Spánverja á sama tíma og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Mikil umræða fer nú fram um hvort sigurmark Japana hafi verið löglegt. Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00