Lukaku klúðraði öllu og braut síðan varamannaskýlið Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 22:32 Lukaku var eðlilega niðurbrotinn eftir leik. Vísir/Getty Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun eflaust eiga erfitt með svefn í nótt eftir að hafa misnotað fjölmörg færi þegar Belgía féll úr leik á heimsmeistaramótinu eftir jafntefli gegn Króatíu. Belgar eru í öðru sæti heimslista FIFA og því afar óvænt að liðið hafi ekki komist í 16-liða úrslit heimsmeistaramótið. Liðið var ósannfærandi í Katar, vann reyndar fyrsta leikinn gegn Kanada en tapaði síðan gegn Marokkó og þurfti sigur gegn Króatíu til að tryggja sig áfram. Romelu Lukaku átti erfiðan dag í leiknum gegn Króatíu en stjörnuframherjinn kom inn á í hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lukaku fékk fjölmörg góð færi til að koma Belgum yfir en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Belgar eru úr leik og Króatar í 16 liða úrslit ásamt Marokkó. Heimir vorkennir Lukaku. Hvernig fóru Belgar eiginilega að því að skora ekki gegn Króötum? pic.twitter.com/6ciqNSplTi— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022 Eftir leik var Lukaku eðlilega afskaplega vonsvikinn. Liðsfélagar reyndi að hughreysta hann og þá sást Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belga, halda utan um Lukaku á hliðarlínunni eftir að lokaflautið gall. Lukaku lét hins vegar reiði sína bitna á varamannaskýlinu á Ahmed bin Ali vellinum því hann lamdi í hlið skýlisins sem brotnaði við höggið. XG tölfræði Lukaku í leiknum var ansi mögnuð. XG merkir „expected goals“ og segir til um hversu líklegt er að skorað sé miðað við tækifærin sem gefast. Lukaku var með 1,67 í XG sem er mjög hátt fyrir einn leikmann. Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022 Eftir leikinn í dag tilkynnti Roberto Martinez þjálfari Belga að hann væri hættur með liðið en hann hefur verið þjálfari þess síðan árið 2016. Belgía náði í bronsverðlaun á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og bjuggust margir við þeim öflugum í Katar en raunin varð svo sannarlega önnur. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Belgar eru í öðru sæti heimslista FIFA og því afar óvænt að liðið hafi ekki komist í 16-liða úrslit heimsmeistaramótið. Liðið var ósannfærandi í Katar, vann reyndar fyrsta leikinn gegn Kanada en tapaði síðan gegn Marokkó og þurfti sigur gegn Króatíu til að tryggja sig áfram. Romelu Lukaku átti erfiðan dag í leiknum gegn Króatíu en stjörnuframherjinn kom inn á í hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lukaku fékk fjölmörg góð færi til að koma Belgum yfir en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Belgar eru úr leik og Króatar í 16 liða úrslit ásamt Marokkó. Heimir vorkennir Lukaku. Hvernig fóru Belgar eiginilega að því að skora ekki gegn Króötum? pic.twitter.com/6ciqNSplTi— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022 Eftir leik var Lukaku eðlilega afskaplega vonsvikinn. Liðsfélagar reyndi að hughreysta hann og þá sást Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belga, halda utan um Lukaku á hliðarlínunni eftir að lokaflautið gall. Lukaku lét hins vegar reiði sína bitna á varamannaskýlinu á Ahmed bin Ali vellinum því hann lamdi í hlið skýlisins sem brotnaði við höggið. XG tölfræði Lukaku í leiknum var ansi mögnuð. XG merkir „expected goals“ og segir til um hversu líklegt er að skorað sé miðað við tækifærin sem gefast. Lukaku var með 1,67 í XG sem er mjög hátt fyrir einn leikmann. Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022 Eftir leikinn í dag tilkynnti Roberto Martinez þjálfari Belga að hann væri hættur með liðið en hann hefur verið þjálfari þess síðan árið 2016. Belgía náði í bronsverðlaun á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og bjuggust margir við þeim öflugum í Katar en raunin varð svo sannarlega önnur.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49