Belgar eru í öðru sæti heimslista FIFA og því afar óvænt að liðið hafi ekki komist í 16-liða úrslit heimsmeistaramótið. Liðið var ósannfærandi í Katar, vann reyndar fyrsta leikinn gegn Kanada en tapaði síðan gegn Marokkó og þurfti sigur gegn Króatíu til að tryggja sig áfram.
Romelu Lukaku átti erfiðan dag í leiknum gegn Króatíu en stjörnuframherjinn kom inn á í hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lukaku fékk fjölmörg góð færi til að koma Belgum yfir en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna.
Belgar eru úr leik og Króatar í 16 liða úrslit ásamt Marokkó. Heimir vorkennir Lukaku. Hvernig fóru Belgar eiginilega að því að skora ekki gegn Króötum? pic.twitter.com/6ciqNSplTi
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022
Eftir leik var Lukaku eðlilega afskaplega vonsvikinn. Liðsfélagar reyndi að hughreysta hann og þá sást Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belga, halda utan um Lukaku á hliðarlínunni eftir að lokaflautið gall.
Lukaku lét hins vegar reiði sína bitna á varamannaskýlinu á Ahmed bin Ali vellinum því hann lamdi í hlið skýlisins sem brotnaði við höggið.
XG tölfræði Lukaku í leiknum var ansi mögnuð. XG merkir „expected goals“ og segir til um hversu líklegt er að skorað sé miðað við tækifærin sem gefast. Lukaku var með 1,67 í XG sem er mjög hátt fyrir einn leikmann.
Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB
— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022
Eftir leikinn í dag tilkynnti Roberto Martinez þjálfari Belga að hann væri hættur með liðið en hann hefur verið þjálfari þess síðan árið 2016. Belgía náði í bronsverðlaun á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og bjuggust margir við þeim öflugum í Katar en raunin varð svo sannarlega önnur.