Lukaku klúðraði öllu og braut síðan varamannaskýlið Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 22:32 Lukaku var eðlilega niðurbrotinn eftir leik. Vísir/Getty Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun eflaust eiga erfitt með svefn í nótt eftir að hafa misnotað fjölmörg færi þegar Belgía féll úr leik á heimsmeistaramótinu eftir jafntefli gegn Króatíu. Belgar eru í öðru sæti heimslista FIFA og því afar óvænt að liðið hafi ekki komist í 16-liða úrslit heimsmeistaramótið. Liðið var ósannfærandi í Katar, vann reyndar fyrsta leikinn gegn Kanada en tapaði síðan gegn Marokkó og þurfti sigur gegn Króatíu til að tryggja sig áfram. Romelu Lukaku átti erfiðan dag í leiknum gegn Króatíu en stjörnuframherjinn kom inn á í hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lukaku fékk fjölmörg góð færi til að koma Belgum yfir en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Belgar eru úr leik og Króatar í 16 liða úrslit ásamt Marokkó. Heimir vorkennir Lukaku. Hvernig fóru Belgar eiginilega að því að skora ekki gegn Króötum? pic.twitter.com/6ciqNSplTi— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022 Eftir leik var Lukaku eðlilega afskaplega vonsvikinn. Liðsfélagar reyndi að hughreysta hann og þá sást Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belga, halda utan um Lukaku á hliðarlínunni eftir að lokaflautið gall. Lukaku lét hins vegar reiði sína bitna á varamannaskýlinu á Ahmed bin Ali vellinum því hann lamdi í hlið skýlisins sem brotnaði við höggið. XG tölfræði Lukaku í leiknum var ansi mögnuð. XG merkir „expected goals“ og segir til um hversu líklegt er að skorað sé miðað við tækifærin sem gefast. Lukaku var með 1,67 í XG sem er mjög hátt fyrir einn leikmann. Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022 Eftir leikinn í dag tilkynnti Roberto Martinez þjálfari Belga að hann væri hættur með liðið en hann hefur verið þjálfari þess síðan árið 2016. Belgía náði í bronsverðlaun á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og bjuggust margir við þeim öflugum í Katar en raunin varð svo sannarlega önnur. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Belgar eru í öðru sæti heimslista FIFA og því afar óvænt að liðið hafi ekki komist í 16-liða úrslit heimsmeistaramótið. Liðið var ósannfærandi í Katar, vann reyndar fyrsta leikinn gegn Kanada en tapaði síðan gegn Marokkó og þurfti sigur gegn Króatíu til að tryggja sig áfram. Romelu Lukaku átti erfiðan dag í leiknum gegn Króatíu en stjörnuframherjinn kom inn á í hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lukaku fékk fjölmörg góð færi til að koma Belgum yfir en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Belgar eru úr leik og Króatar í 16 liða úrslit ásamt Marokkó. Heimir vorkennir Lukaku. Hvernig fóru Belgar eiginilega að því að skora ekki gegn Króötum? pic.twitter.com/6ciqNSplTi— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022 Eftir leik var Lukaku eðlilega afskaplega vonsvikinn. Liðsfélagar reyndi að hughreysta hann og þá sást Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belga, halda utan um Lukaku á hliðarlínunni eftir að lokaflautið gall. Lukaku lét hins vegar reiði sína bitna á varamannaskýlinu á Ahmed bin Ali vellinum því hann lamdi í hlið skýlisins sem brotnaði við höggið. XG tölfræði Lukaku í leiknum var ansi mögnuð. XG merkir „expected goals“ og segir til um hversu líklegt er að skorað sé miðað við tækifærin sem gefast. Lukaku var með 1,67 í XG sem er mjög hátt fyrir einn leikmann. Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022 Eftir leikinn í dag tilkynnti Roberto Martinez þjálfari Belga að hann væri hættur með liðið en hann hefur verið þjálfari þess síðan árið 2016. Belgía náði í bronsverðlaun á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og bjuggust margir við þeim öflugum í Katar en raunin varð svo sannarlega önnur.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49