Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 19:49 Martinez sést hér gefa Eden Hazard fyrirmæli áður en sá síðarnefndi kom inn sem varamaður í leiknum gegn Króatíu í dag. Vísir/Getty Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. Roberto Martinez hefur verið þjálfari Belgíu síðan árið 2016 en undir hans stjórn vann Belgía bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fyrir mótið í Katar var Belgía í öðru sæti heimslista FIFA og því gríðarleg vonbrigði fyrir Martinez og félaga að hafa fallið úr keppni eftir riðlakeppnina. „Þetta var minn síðasti leikur, það eru sex ár liðin. Ég kom hingað með það markmið að ná sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Við vorum mjög einbeittir í því verkefni og unnum til bronsverðlauna. Ég er mjög stoltur af þessum leikmönnum, þetta hefur verið stórkostlegt,“ sagði Martinez eftir leikinn gegn Króatíu í dag. „Þetta hafa verið sex ár þar sem við höfum getað allt sem við viljum gera. Þetta lið hefur fært fólki mikla gleði. Nú er kominn tími til að ég sætti við mig að þetta sé búið. Ég er ekki að segja af mér, samningurinn minn er útrunninn.“ Hann segist hafa fengið fjölmörg boð um önnur störf á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Belgíu. „Síðan 2018 hef ég haft mörg tækifæri til að fara annað og taka starfi sem þjálfari félagsliðs. Ég vildi standa við mitt.“ HM 2022 í Katar Belgía Tengdar fréttir Belgar úr leik eftir klúður Lukaku Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum. 1. desember 2022 16:52 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira
Roberto Martinez hefur verið þjálfari Belgíu síðan árið 2016 en undir hans stjórn vann Belgía bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fyrir mótið í Katar var Belgía í öðru sæti heimslista FIFA og því gríðarleg vonbrigði fyrir Martinez og félaga að hafa fallið úr keppni eftir riðlakeppnina. „Þetta var minn síðasti leikur, það eru sex ár liðin. Ég kom hingað með það markmið að ná sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Við vorum mjög einbeittir í því verkefni og unnum til bronsverðlauna. Ég er mjög stoltur af þessum leikmönnum, þetta hefur verið stórkostlegt,“ sagði Martinez eftir leikinn gegn Króatíu í dag. „Þetta hafa verið sex ár þar sem við höfum getað allt sem við viljum gera. Þetta lið hefur fært fólki mikla gleði. Nú er kominn tími til að ég sætti við mig að þetta sé búið. Ég er ekki að segja af mér, samningurinn minn er útrunninn.“ Hann segist hafa fengið fjölmörg boð um önnur störf á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Belgíu. „Síðan 2018 hef ég haft mörg tækifæri til að fara annað og taka starfi sem þjálfari félagsliðs. Ég vildi standa við mitt.“
HM 2022 í Katar Belgía Tengdar fréttir Belgar úr leik eftir klúður Lukaku Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum. 1. desember 2022 16:52 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira
Belgar úr leik eftir klúður Lukaku Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum. 1. desember 2022 16:52