„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 15:31 Akram Afif kvartar við Antonio Mateu dómara eftir að hann fékk ekki vítið sem hann hefði alltaf fengið í katörsku deildinni. AP/Petr Josek Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira