Fótbolti

Argentínski þjálfarinn hneykslaður á keppnis­fyrir­komu­laginu á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Scaloni ræðir við Lionel Messi í leiknum í gær þar sem Argentínumenn yfirspiluðu Pólverja.
Lionel Scaloni ræðir við Lionel Messi í leiknum í gær þar sem Argentínumenn yfirspiluðu Pólverja. AP/Natacha Pisarenko

Argentínski landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni var auðvitað ánægður með að vinna Pólverja sannfærandi og að vinna riðilinn en hann var líka mjög hneykslaður á keppnisfyrirkomulaginu á heimsmeistaramótinu í Katar.

Ástæðan er að argentínska landsliðið var að vinna Pólverja í gærkvöldi og þarf nú að spila strax á laugardaginn í sextán liða úrslitunum.

„Mér finnst það vera algjör klikkun að við þurfum að spila aftur eftir næstum því tvo daga þegar við höfum unnið okkar riðil. Ég skil það bara ekki,“ sagði Lionel Scaloni við blaðamann Reuters.

„Hvað er klukkan núna? Það er næstum því kominn morgunn. Fimmtudagur. Næsti dagur fer svo í undirbúning og svo þurfum við að spila. Þetta er ekki gott mál en það er eins fyrir alla. Við unnum okkar riðil og eigum skilið meiri hvíld,“ sagði Scaloni.

Argentínumenn mæta Áströlum í sextán liða úrslitunum á laugardaginn. Ástralar léku líka sinn lokaleik í riðlinum í gær en fjórum klukkutímum á undan argentínska liðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.