Innlent

Engin hitamet þrátt fyrir hlýjasta nóvember á öldinni

Kjartan Kjartansson skrifar
Óvenjumildur nóvember var í höfuðborginni.
Óvenjumildur nóvember var í höfuðborginni. Vísir/Vilhelm

Nóvembermánuður var sá hlýjasti í Reykjavík og Akureyri á þessari öld. Á hvorugum staðnum var þó slegið met yfir hlýjasta nóvember frá upphafi mælinga.

Óvenjuhlýtt var í nóvember, bæði í höfuðborginni og á Akureyri. Veðurstofan á eftir að birta yfirfarnar tölur sínar um tíðarfar í mánuðinum en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hann segir að hitametinu fyrir mánuðinn hafi á endanum ekki verið ógnað.

Í Reykjavík náði meðalhitinn í nóvember 5,1 gráðu sem er sá hæsti sem hefur mælst á 21. öldinni. Hann var þó langt frá þeim 6,1 gráðum sem mældust að meðaltali í þeim mánuði árið 1945.

Á Akureyri var meðalhitinn 4,2 gráður en þar var hlýjast 4,8 gráður árið 1956. Einar segir að líklegast sé talan fyrir Akureyri of há þar sem svo virðist sem að innsláttarvilla hafi verið gerð í skráningu á mælingu í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan

Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×