Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:21 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að nóvember, sem senn líður undir lok, hafi verið óvanalega hlýr. Vísir Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri. Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar. Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar.
Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13
Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04
Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18