Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:00 Íbúabyggð er ekki í hættu að svo stöddu og margir áhugasamir hafa lagt leið sína að fjallinu til að fylgjast með sjónarspilinu. AP/Marco Garcia Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. Byggð er ekki í hættu að svo stöddu og talið er að hraunið, sem rennur nú niður háar fjallshlíðarnar, nái ekki niður að íbúabyggð fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Almannavarnir landsins fylgjast þó vel með stöðu mála og hafa varað viðkvæma við útiveru á svæðinu vegna brennisteinsmengunar. David Ige, ríkisstjóri Hawaii, skrifaði undir neyðaryfirlýsingu í gær vegna gossins sem gerir þeim kleift að gefa út viðvaranir og framfylgja brottflutningum ef til þess kemur. Neyðarskýli voru opnuð á Kona og Kau svæðunum eftir að eldfjallið byrjaði að gjósa en þeim var lokað í gær. Einhverjir íbúar á svæðinu hafa engu að síður ákveðið að færa sig annað á meðan aðrir eru með varann á. Nicole Skilling, íbúi á svæðinu, var tilbúin fyrir allt þegar AP fréttaveitan náði tali af henni. AP/Caleb Jones AP fréttastofan ræddi meðal annars við Nicole Skilling sem hafði fjórum árum áður þurft að flýja heimili sitt eftir að stór hluti byggðar varð um 700 heimilum að bráð þegar Kīlauea gaus árið 2018. Kīlauea gaus aftur í fyrra og flæðir enn úr fjallinu ári síðar. Hún hafði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi færa sig um set þegar fréttastofan náði tali af henni en var tilbúin með birgðir í bílnum sínum í versta falli. Sharing with you this evening, video from #MaunaLoa's NE Rift Zone. At ~11 am on Nov 29, 2022, the lava fountains were measured at 35-40 meters (115-148 ft) in height. The second video shows an a lava flow several meters (yards) thick, moving to the northeast. #MaunaLoaErupts pic.twitter.com/OoOK9kl2y5— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 30, 2022 Á sama tíma hafa margir haldið að gosstöðvunum til að sjá sjónarspilið með berum augum. Yfirvöld á svæðinu hafa bannað fólki að leggja á svæði nálægt gosstöðvunum en margir áhugasamir hafa einfaldlega lagt ólöglega á svæðinu. Gostungurnar teygja sig nú um 35 til 40 metra upp í loftið en hraunflæðið er talið frekar hægt, innan við tveir kílómetrar á klukkustund. Bjarminn frá gosinu sást víða á mánudag. AP/Marco Garcia Getty/USGS Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia Margir héldu að gosstöðvunum, þrátt fyrir að yfirvöld höfðu bannað bílum að leggja á svæðinu. AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Byggð er ekki í hættu að svo stöddu og talið er að hraunið, sem rennur nú niður háar fjallshlíðarnar, nái ekki niður að íbúabyggð fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Almannavarnir landsins fylgjast þó vel með stöðu mála og hafa varað viðkvæma við útiveru á svæðinu vegna brennisteinsmengunar. David Ige, ríkisstjóri Hawaii, skrifaði undir neyðaryfirlýsingu í gær vegna gossins sem gerir þeim kleift að gefa út viðvaranir og framfylgja brottflutningum ef til þess kemur. Neyðarskýli voru opnuð á Kona og Kau svæðunum eftir að eldfjallið byrjaði að gjósa en þeim var lokað í gær. Einhverjir íbúar á svæðinu hafa engu að síður ákveðið að færa sig annað á meðan aðrir eru með varann á. Nicole Skilling, íbúi á svæðinu, var tilbúin fyrir allt þegar AP fréttaveitan náði tali af henni. AP/Caleb Jones AP fréttastofan ræddi meðal annars við Nicole Skilling sem hafði fjórum árum áður þurft að flýja heimili sitt eftir að stór hluti byggðar varð um 700 heimilum að bráð þegar Kīlauea gaus árið 2018. Kīlauea gaus aftur í fyrra og flæðir enn úr fjallinu ári síðar. Hún hafði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi færa sig um set þegar fréttastofan náði tali af henni en var tilbúin með birgðir í bílnum sínum í versta falli. Sharing with you this evening, video from #MaunaLoa's NE Rift Zone. At ~11 am on Nov 29, 2022, the lava fountains were measured at 35-40 meters (115-148 ft) in height. The second video shows an a lava flow several meters (yards) thick, moving to the northeast. #MaunaLoaErupts pic.twitter.com/OoOK9kl2y5— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 30, 2022 Á sama tíma hafa margir haldið að gosstöðvunum til að sjá sjónarspilið með berum augum. Yfirvöld á svæðinu hafa bannað fólki að leggja á svæði nálægt gosstöðvunum en margir áhugasamir hafa einfaldlega lagt ólöglega á svæðinu. Gostungurnar teygja sig nú um 35 til 40 metra upp í loftið en hraunflæðið er talið frekar hægt, innan við tveir kílómetrar á klukkustund. Bjarminn frá gosinu sást víða á mánudag. AP/Marco Garcia Getty/USGS Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia Margir héldu að gosstöðvunum, þrátt fyrir að yfirvöld höfðu bannað bílum að leggja á svæðinu. AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia
Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04