Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:00 Íbúabyggð er ekki í hættu að svo stöddu og margir áhugasamir hafa lagt leið sína að fjallinu til að fylgjast með sjónarspilinu. AP/Marco Garcia Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. Byggð er ekki í hættu að svo stöddu og talið er að hraunið, sem rennur nú niður háar fjallshlíðarnar, nái ekki niður að íbúabyggð fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Almannavarnir landsins fylgjast þó vel með stöðu mála og hafa varað viðkvæma við útiveru á svæðinu vegna brennisteinsmengunar. David Ige, ríkisstjóri Hawaii, skrifaði undir neyðaryfirlýsingu í gær vegna gossins sem gerir þeim kleift að gefa út viðvaranir og framfylgja brottflutningum ef til þess kemur. Neyðarskýli voru opnuð á Kona og Kau svæðunum eftir að eldfjallið byrjaði að gjósa en þeim var lokað í gær. Einhverjir íbúar á svæðinu hafa engu að síður ákveðið að færa sig annað á meðan aðrir eru með varann á. Nicole Skilling, íbúi á svæðinu, var tilbúin fyrir allt þegar AP fréttaveitan náði tali af henni. AP/Caleb Jones AP fréttastofan ræddi meðal annars við Nicole Skilling sem hafði fjórum árum áður þurft að flýja heimili sitt eftir að stór hluti byggðar varð um 700 heimilum að bráð þegar Kīlauea gaus árið 2018. Kīlauea gaus aftur í fyrra og flæðir enn úr fjallinu ári síðar. Hún hafði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi færa sig um set þegar fréttastofan náði tali af henni en var tilbúin með birgðir í bílnum sínum í versta falli. Sharing with you this evening, video from #MaunaLoa's NE Rift Zone. At ~11 am on Nov 29, 2022, the lava fountains were measured at 35-40 meters (115-148 ft) in height. The second video shows an a lava flow several meters (yards) thick, moving to the northeast. #MaunaLoaErupts pic.twitter.com/OoOK9kl2y5— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 30, 2022 Á sama tíma hafa margir haldið að gosstöðvunum til að sjá sjónarspilið með berum augum. Yfirvöld á svæðinu hafa bannað fólki að leggja á svæði nálægt gosstöðvunum en margir áhugasamir hafa einfaldlega lagt ólöglega á svæðinu. Gostungurnar teygja sig nú um 35 til 40 metra upp í loftið en hraunflæðið er talið frekar hægt, innan við tveir kílómetrar á klukkustund. Bjarminn frá gosinu sást víða á mánudag. AP/Marco Garcia Getty/USGS Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia Margir héldu að gosstöðvunum, þrátt fyrir að yfirvöld höfðu bannað bílum að leggja á svæðinu. AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Sjá meira
Byggð er ekki í hættu að svo stöddu og talið er að hraunið, sem rennur nú niður háar fjallshlíðarnar, nái ekki niður að íbúabyggð fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Almannavarnir landsins fylgjast þó vel með stöðu mála og hafa varað viðkvæma við útiveru á svæðinu vegna brennisteinsmengunar. David Ige, ríkisstjóri Hawaii, skrifaði undir neyðaryfirlýsingu í gær vegna gossins sem gerir þeim kleift að gefa út viðvaranir og framfylgja brottflutningum ef til þess kemur. Neyðarskýli voru opnuð á Kona og Kau svæðunum eftir að eldfjallið byrjaði að gjósa en þeim var lokað í gær. Einhverjir íbúar á svæðinu hafa engu að síður ákveðið að færa sig annað á meðan aðrir eru með varann á. Nicole Skilling, íbúi á svæðinu, var tilbúin fyrir allt þegar AP fréttaveitan náði tali af henni. AP/Caleb Jones AP fréttastofan ræddi meðal annars við Nicole Skilling sem hafði fjórum árum áður þurft að flýja heimili sitt eftir að stór hluti byggðar varð um 700 heimilum að bráð þegar Kīlauea gaus árið 2018. Kīlauea gaus aftur í fyrra og flæðir enn úr fjallinu ári síðar. Hún hafði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi færa sig um set þegar fréttastofan náði tali af henni en var tilbúin með birgðir í bílnum sínum í versta falli. Sharing with you this evening, video from #MaunaLoa's NE Rift Zone. At ~11 am on Nov 29, 2022, the lava fountains were measured at 35-40 meters (115-148 ft) in height. The second video shows an a lava flow several meters (yards) thick, moving to the northeast. #MaunaLoaErupts pic.twitter.com/OoOK9kl2y5— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 30, 2022 Á sama tíma hafa margir haldið að gosstöðvunum til að sjá sjónarspilið með berum augum. Yfirvöld á svæðinu hafa bannað fólki að leggja á svæði nálægt gosstöðvunum en margir áhugasamir hafa einfaldlega lagt ólöglega á svæðinu. Gostungurnar teygja sig nú um 35 til 40 metra upp í loftið en hraunflæðið er talið frekar hægt, innan við tveir kílómetrar á klukkustund. Bjarminn frá gosinu sást víða á mánudag. AP/Marco Garcia Getty/USGS Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia Margir héldu að gosstöðvunum, þrátt fyrir að yfirvöld höfðu bannað bílum að leggja á svæðinu. AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia
Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Sjá meira
Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04