Fótbolti

Líkti Lionel Messi við skíðagoðsögn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar markinu sínu mikilvæga á móti Mexíkó.
Lionel Messi fagnar markinu sínu mikilvæga á móti Mexíkó. AP/Ariel Schalit

Pólverjar mæta Argentínu í kvöld í lokaleik riðilsins á heimsmeistaramótinu í Katar en bæði lið eru í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitunum.

Pólverjum nægir jafntefli í leiknum en Argentínumenn tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni með sigri.

Pólski landsliðsþjálfarinn Czeslaw Michniewicz fór að tala um skíði og tennis þegar hann var spurður á því á blaðamannafundi hvernig hann ætli að stoppa Lionel Messi.

„Messi er inn á vellinum eins og Alberto Tomba var í brekkunum,“ sagði Czeslaw Michniewicz en Ítalinn Alberto Tomba þrjú Ólympíugull á sínum ferði í stórsvigi og svigi.

„Honum tekst að forðast alla eins og Alberto Tomba gat farið í kringum allt. Við verðum því að hafa leikmenn í kringum Messi. Ef honum tekst að hlaupa í gegnum alla þá getum við ekki stoppað hann,“ sagði Michniewicz.

Þetta er heldur ekki að hans mati einvígi á milli Messi og Robert Lewandowski.

„Þetta er ekki Messi á móti Lewandowski. Þetta er ekki tennisleikur. Þetta er ekki einn á móti einum. Þeir eru ekki að gefa upp á móti hvorum öðrum,“ sagði Michniewicz en hvernig er að hans mati hægt að stoppa Messi?

„Allur heimurinn hefur verið að hugsa um það í fjölda ára. Ég held að við fáum aldrei svarið við því,“ sagði Michniewicz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×