Pólverjum nægir jafntefli í leiknum en Argentínumenn tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni með sigri.
Pólski landsliðsþjálfarinn Czeslaw Michniewicz fór að tala um skíði og tennis þegar hann var spurður á því á blaðamannafundi hvernig hann ætli að stoppa Lionel Messi.
#Messi on the pitch is like #AlbertoTomba on the slope, he s able to avoid everyone like Tomba can get around everything, #Poland coach Czeslaw Michniewicz told reporters yesterday referring to the skiing great. #Qatar2022 #FIFAWorldCup #ARGPOL https://t.co/qrBAMejbuh
— The Peninsula Qatar (@PeninsulaQatar) November 30, 2022
„Messi er inn á vellinum eins og Alberto Tomba var í brekkunum,“ sagði Czeslaw Michniewicz en Ítalinn Alberto Tomba þrjú Ólympíugull á sínum ferði í stórsvigi og svigi.
„Honum tekst að forðast alla eins og Alberto Tomba gat farið í kringum allt. Við verðum því að hafa leikmenn í kringum Messi. Ef honum tekst að hlaupa í gegnum alla þá getum við ekki stoppað hann,“ sagði Michniewicz.
Þetta er heldur ekki að hans mati einvígi á milli Messi og Robert Lewandowski.
Polish manager Czeslaw Michniewicz has reminded everyone that the Group C decider will not be played between Robert Lewandowski and Lionel Messi, but between their respective countries, Poland and Arg https://t.co/VH7C8jl8NJ
— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 30, 2022
„Þetta er ekki Messi á móti Lewandowski. Þetta er ekki tennisleikur. Þetta er ekki einn á móti einum. Þeir eru ekki að gefa upp á móti hvorum öðrum,“ sagði Michniewicz en hvernig er að hans mati hægt að stoppa Messi?
„Allur heimurinn hefur verið að hugsa um það í fjölda ára. Ég held að við fáum aldrei svarið við því,“ sagði Michniewicz.