Meinaður aðgangur og neyddur til að afklæðast fyrir að bera regnbogalitina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2022 07:00 Anthony Johnson var neyddur til að afklæðast í lokuðu herbergi fyrir að bera regnbogalitina á leið sinni á leik Hollands og Katar. iSport Stuðningsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu segir að hann neyddur til að afklæðast í lokuðu herbergi á meðan öryggisverðir leituðu á honum og að sér hafi verið meinaður aðgangur að leik Hollands og Katar og fyrir það að klæðast regnbogalitunum á leið sinni inn á leikvanginn á HM í Katar í gær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir berast af því að stuðningsmenn hafi lent í vandræðum með að komast inn á leikvanga mótsins fyrir það eitt að bera regnbogalitina. Til að mynda voru hattar velskra stuðningsmanna teknir af þeim fyrr á mótinu. Í kjölfar þess að hattarnir voru teknir af stuðningsmönnum velska landsliðsins gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA út þá yfirlýsingu að regnbogalitirnir yrðu vissulega leyfðir í stúkum vallanna. Hins vegar komst Anthony Johnson, stuðningsmaður enska landsliðsins, að hinu gagnstæða á leið sinni á leik Hollands og Katar á Al Bayt vellinum. Hann segir að hann hafi verið látinn dúsa lengi inni í herbergi þar sem hann var látinn afklæðast á meðan leitað var á honum fyrir það eitt að klæðast bol þar sem merki enska landsliðsins var í regnbogalitunum ásamt því að vera með derhúfu sem einnig bar sömu liti. Johnson segir að hann hafi þurft að klæða sig úr öllum fötunum, að nærfötum meðtöldum, fyrir framan öryggisvörð. EXCLUSIVE: England supporter forced to strip naked in a room by stadium security staff after being blocked from entering Netherlands vs Qatar while wearing official England t-shirt with rainbow colours.https://t.co/RfCrmuFLxW— Daniel Storey (@danielstorey85) November 29, 2022 „Þegar við fórum í gegnum öryggishliðið á vellinum var ég beðinn um að taka af mér úrið og beltið, sem er eitthvað sem ég hafði ekki verið beðinn um á hinum átta leikjunum sem ég er búinn að fara á,“ sagði Johnson í samtali við iNews. „Þegar ég fór aftur í gegnum hliðið mætti stór öryggisvörður og öskraði á mig og sagði að ég væri ekki að viðra þeirra menningu.“ „Þeir notuðu síðan svona vönd sem nemur málma. Vöndurinn fór ekki í gang, en þeir sögðu samt að ég væri með einhverja málma á mér og þá fóru þeir með mig í eitthvað hliðarherbergi þar sem þeir báðu mig fyrst um að fara úr stuttbuxubunum og síðan skónum. Svo báðu þeir mig um að fara úr buxunum og svo nærbuxunum og þá var ég orðinn allsnakinn.“ „Meðan að á þessu stóð voru þeir alltaf að fara með vöndinn yfir mig og fötin mín. Maðurinn sem var að leita á mér var orðinn hálfaulalegur undir lokinn því það var augljóst að hann var ekki að fara að finna neitt. Þetta stóð yfir í um tíu mínútur,“ sagði Johnson að lokum. HM 2022 í Katar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir berast af því að stuðningsmenn hafi lent í vandræðum með að komast inn á leikvanga mótsins fyrir það eitt að bera regnbogalitina. Til að mynda voru hattar velskra stuðningsmanna teknir af þeim fyrr á mótinu. Í kjölfar þess að hattarnir voru teknir af stuðningsmönnum velska landsliðsins gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA út þá yfirlýsingu að regnbogalitirnir yrðu vissulega leyfðir í stúkum vallanna. Hins vegar komst Anthony Johnson, stuðningsmaður enska landsliðsins, að hinu gagnstæða á leið sinni á leik Hollands og Katar á Al Bayt vellinum. Hann segir að hann hafi verið látinn dúsa lengi inni í herbergi þar sem hann var látinn afklæðast á meðan leitað var á honum fyrir það eitt að klæðast bol þar sem merki enska landsliðsins var í regnbogalitunum ásamt því að vera með derhúfu sem einnig bar sömu liti. Johnson segir að hann hafi þurft að klæða sig úr öllum fötunum, að nærfötum meðtöldum, fyrir framan öryggisvörð. EXCLUSIVE: England supporter forced to strip naked in a room by stadium security staff after being blocked from entering Netherlands vs Qatar while wearing official England t-shirt with rainbow colours.https://t.co/RfCrmuFLxW— Daniel Storey (@danielstorey85) November 29, 2022 „Þegar við fórum í gegnum öryggishliðið á vellinum var ég beðinn um að taka af mér úrið og beltið, sem er eitthvað sem ég hafði ekki verið beðinn um á hinum átta leikjunum sem ég er búinn að fara á,“ sagði Johnson í samtali við iNews. „Þegar ég fór aftur í gegnum hliðið mætti stór öryggisvörður og öskraði á mig og sagði að ég væri ekki að viðra þeirra menningu.“ „Þeir notuðu síðan svona vönd sem nemur málma. Vöndurinn fór ekki í gang, en þeir sögðu samt að ég væri með einhverja málma á mér og þá fóru þeir með mig í eitthvað hliðarherbergi þar sem þeir báðu mig fyrst um að fara úr stuttbuxubunum og síðan skónum. Svo báðu þeir mig um að fara úr buxunum og svo nærbuxunum og þá var ég orðinn allsnakinn.“ „Meðan að á þessu stóð voru þeir alltaf að fara með vöndinn yfir mig og fötin mín. Maðurinn sem var að leita á mér var orðinn hálfaulalegur undir lokinn því það var augljóst að hann var ekki að fara að finna neitt. Þetta stóð yfir í um tíu mínútur,“ sagði Johnson að lokum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira