Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Egill Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira