Húsnæðisverð leitar upp á við þrátt fyrir minni eftirspurn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:30 Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Vísir Þrátt fyrir að íbúðum í byggingu hafi fjölgað um ríflega fimmtung milli ára vantar enn að minnsta kosti þúsund til að uppfylla þörfina að mati sérfræðings hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Töluvert hafi dregið úr eftirspurn eftir húsnæði en verð samt haldið áfram að hækka. Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52