Erlent

Utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands bráðkvaddur

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Vladimir Makei hafði starfað sem utanríkisráðherra frá árinu 2012.
Vladimir Makei hafði starfað sem utanríkisráðherra frá árinu 2012. getty/John Minchillo

Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, er látinn. Frá þessu greindi hvítrússneski ríkismiðillinn Belta í dag. 

Engar upplýsingar hafa fengist um andlátið; í frétt miðilsins segir aðeins að andlát Makeis hafi borið óvænt að. 

Makei, sem varð 64 ára gamall, hefur starfað sem utanríkisráðherra frá árinu 2012. Hann átti að funda með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa á mánudaginn næstkomandi, samkvæmt frétt Reuters.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×