Erlent

Utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands bráðkvaddur

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Vladimir Makei hafði starfað sem utanríkisráðherra frá árinu 2012.
Vladimir Makei hafði starfað sem utanríkisráðherra frá árinu 2012. getty/John Minchillo

Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, er látinn. Frá þessu greindi hvítrússneski ríkismiðillinn Belta í dag. 

Engar upplýsingar hafa fengist um andlátið; í frétt miðilsins segir aðeins að andlát Makeis hafi borið óvænt að. 

Makei, sem varð 64 ára gamall, hefur starfað sem utanríkisráðherra frá árinu 2012. Hann átti að funda með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa á mánudaginn næstkomandi, samkvæmt frétt Reuters.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.