Bjarni hafi mætt með bensínbrúsa inn í erfiðar kjaraviðræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 12:01 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir orð fjármálaráðherra um verkalýðinn í kjaraviðræðum hafa verið ógætileg. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummæli fjármálaráðherra um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið í kjaraviðræðum vera óheppileg. Á sama tíma og forsætisráðherra reyni að slökkva elda helli fjármálaráðherra bensíni á eldinn. Greint var frá því á Innherja fyrr í vikunni að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi sagt í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs að vinnumarkaðurinn væri vandamálið í kjaraviðræðum. Kröfur verkalýðsfélaganna um krónutöluhækkanir og prósentutöluhækkanir væru óraunhæfar. Ráðherrann sagði í samtali við fréttastofu í gær að þessi ummæli hafi verið sanngjörn. „Já, mér finnst það , að það sé sanngjarnt. Af því það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Viðer um ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna svo snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummælin óheppileg. „Og sýnir kannski að fjármálaráðherra virðist ekki hafa skilning á samhengi hlutanna. Þarna erum við að vinna með mjög flókið samspil, sem snýst um ríkisfjármál, rekstrarumhverfi fyrirtkæja og svo blákaldan veruleika almennings. Það er auðvitað ekkert hægt að slíta þetta úr samhengi eins og hann gerði,“ segir Logi. Kjaraviðræður framundan séu greinilega flóknar en þar séu augljósar ástæður að baki. „Við höfum verið að sjá fjárlög eftir fjárlög þar sem húsnæðismarkaðurinn er brotinn, heilbrigðiskerfið undirfjármagnað og velferðarkerfið veikt. Í þeim aðstæðum skilur maður raunveruleika launafólks en það held ég að fjármálaráðherra geri því miður ekki.“ Samkomulag verði að nást milli atvinnulífs, verkalýðs og ríkis og allir þurfi að gæta sín í samskiptum í þeim viðræðum. „Á sama tíma og forsætisráðherra kallar aðila til sín og virðist ætla að slökkva elda kemur hann með bensínbrúsann,“ segir Logi. Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Greint var frá því á Innherja fyrr í vikunni að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi sagt í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs að vinnumarkaðurinn væri vandamálið í kjaraviðræðum. Kröfur verkalýðsfélaganna um krónutöluhækkanir og prósentutöluhækkanir væru óraunhæfar. Ráðherrann sagði í samtali við fréttastofu í gær að þessi ummæli hafi verið sanngjörn. „Já, mér finnst það , að það sé sanngjarnt. Af því það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Viðer um ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna svo snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummælin óheppileg. „Og sýnir kannski að fjármálaráðherra virðist ekki hafa skilning á samhengi hlutanna. Þarna erum við að vinna með mjög flókið samspil, sem snýst um ríkisfjármál, rekstrarumhverfi fyrirtkæja og svo blákaldan veruleika almennings. Það er auðvitað ekkert hægt að slíta þetta úr samhengi eins og hann gerði,“ segir Logi. Kjaraviðræður framundan séu greinilega flóknar en þar séu augljósar ástæður að baki. „Við höfum verið að sjá fjárlög eftir fjárlög þar sem húsnæðismarkaðurinn er brotinn, heilbrigðiskerfið undirfjármagnað og velferðarkerfið veikt. Í þeim aðstæðum skilur maður raunveruleika launafólks en það held ég að fjármálaráðherra geri því miður ekki.“ Samkomulag verði að nást milli atvinnulífs, verkalýðs og ríkis og allir þurfi að gæta sín í samskiptum í þeim viðræðum. „Á sama tíma og forsætisráðherra kallar aðila til sín og virðist ætla að slökkva elda kemur hann með bensínbrúsann,“ segir Logi.
Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21
Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01
Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31