Sjáðu þrumuræðu Renards sem kveikti í Sádum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2022 17:00 Herve Renard í loftköstunum. getty/Clive Brunskill Hervé Renard, þjálfari sádí-arabíska fótboltalandsliðsins, vann heldur betur fyrir kaupinu sínu í hálfleik í leiknum gegn Argentínu á HM 2022. Sádar voru 1-0 undir í hálfleik en þrumuræða Renards kveikti heldur betur í þeim og þeir skoruðu tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og tryggði sér sigurinn. Samkvæmt útreikningum Gracenote tölfræðiveitunnar var sigur Sádí-Arabíu á Argentínu sá óvæntasti í sögu HM. Í hálfleik benti samt lítið til þess að Sádar myndu fara með sigur af hólmi enda Argentínumenn með forystuna eftir mark Lionels Messi úr vítaspyrnu. Í hálfleik hélt Renard innblásna ræðu sem kveikti svo sannarlega í hans mönnum. Renard þrumaði yfir sínum mönnum á frönsku og ensku og ræðan var svo tilfinningaþrungin að túlkurinn var líka orðinn æstur. Þrumuræðu Renards má sjá hér fyrir neðan. Arabia Saudí perdía 1-0 contra Argentina al descanso. Y apareció Hervé Renard. El resto es historia. @SaudiNT pic.twitter.com/TpZvGsQIvs— Relevo (@relevo) November 24, 2022 22 2022 # _ pic.twitter.com/qnLF2nxv48— (@SaudiNT) November 24, 2022 Sádarnir mættu útblásnir af sjálfstrausti til leiks í seinni hálfleik eftir ræðuna mögnuðu. Saleh Al-Shehri jafnaði metin á 48. mínútu og fimm mínútum síðar kom Salem Al-Dawsari Sádí-Arabíu yfir, 1-2. Þrátt fyrir að hafa um fjörutíu mínútur til að jafna varð Argentínu ekki kápan úr því klæðinu og Sádí-Arabía fagnaði fræknum sigri. Gleðin inni á vellinum og í stúkunni á Lusail leikvanginum var mikil og ekki var hún minni heima fyrir. Yfirvöld í Sádí-Arabíu gáfu svo landsmönnum frí daginn eftir leikinn gegn Argentínu til að fagna sigrinum. „Sú ákvörðun hefur verið tekin að á morgun, miðvikudag, munu allir starfsmenn fá frí frá vinnu, bæði hjá ríkinu og í einkageiranum, ásamt bæði karlkyns og kvenkyns nemendum,“ sagði í yfirlýsingu frá Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Sádí-Arabía er á toppi C-riðils heimsmeistaramótsins með þrjú stig. Næsti leikur liðsins er gegn Póllandi klukkan 13:00 á morgun. HM 2022 í Katar Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Samkvæmt útreikningum Gracenote tölfræðiveitunnar var sigur Sádí-Arabíu á Argentínu sá óvæntasti í sögu HM. Í hálfleik benti samt lítið til þess að Sádar myndu fara með sigur af hólmi enda Argentínumenn með forystuna eftir mark Lionels Messi úr vítaspyrnu. Í hálfleik hélt Renard innblásna ræðu sem kveikti svo sannarlega í hans mönnum. Renard þrumaði yfir sínum mönnum á frönsku og ensku og ræðan var svo tilfinningaþrungin að túlkurinn var líka orðinn æstur. Þrumuræðu Renards má sjá hér fyrir neðan. Arabia Saudí perdía 1-0 contra Argentina al descanso. Y apareció Hervé Renard. El resto es historia. @SaudiNT pic.twitter.com/TpZvGsQIvs— Relevo (@relevo) November 24, 2022 22 2022 # _ pic.twitter.com/qnLF2nxv48— (@SaudiNT) November 24, 2022 Sádarnir mættu útblásnir af sjálfstrausti til leiks í seinni hálfleik eftir ræðuna mögnuðu. Saleh Al-Shehri jafnaði metin á 48. mínútu og fimm mínútum síðar kom Salem Al-Dawsari Sádí-Arabíu yfir, 1-2. Þrátt fyrir að hafa um fjörutíu mínútur til að jafna varð Argentínu ekki kápan úr því klæðinu og Sádí-Arabía fagnaði fræknum sigri. Gleðin inni á vellinum og í stúkunni á Lusail leikvanginum var mikil og ekki var hún minni heima fyrir. Yfirvöld í Sádí-Arabíu gáfu svo landsmönnum frí daginn eftir leikinn gegn Argentínu til að fagna sigrinum. „Sú ákvörðun hefur verið tekin að á morgun, miðvikudag, munu allir starfsmenn fá frí frá vinnu, bæði hjá ríkinu og í einkageiranum, ásamt bæði karlkyns og kvenkyns nemendum,“ sagði í yfirlýsingu frá Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Sádí-Arabía er á toppi C-riðils heimsmeistaramótsins með þrjú stig. Næsti leikur liðsins er gegn Póllandi klukkan 13:00 á morgun.
HM 2022 í Katar Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira