Sjáðu þrumuræðu Renards sem kveikti í Sádum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2022 17:00 Herve Renard í loftköstunum. getty/Clive Brunskill Hervé Renard, þjálfari sádí-arabíska fótboltalandsliðsins, vann heldur betur fyrir kaupinu sínu í hálfleik í leiknum gegn Argentínu á HM 2022. Sádar voru 1-0 undir í hálfleik en þrumuræða Renards kveikti heldur betur í þeim og þeir skoruðu tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og tryggði sér sigurinn. Samkvæmt útreikningum Gracenote tölfræðiveitunnar var sigur Sádí-Arabíu á Argentínu sá óvæntasti í sögu HM. Í hálfleik benti samt lítið til þess að Sádar myndu fara með sigur af hólmi enda Argentínumenn með forystuna eftir mark Lionels Messi úr vítaspyrnu. Í hálfleik hélt Renard innblásna ræðu sem kveikti svo sannarlega í hans mönnum. Renard þrumaði yfir sínum mönnum á frönsku og ensku og ræðan var svo tilfinningaþrungin að túlkurinn var líka orðinn æstur. Þrumuræðu Renards má sjá hér fyrir neðan. Arabia Saudí perdía 1-0 contra Argentina al descanso. Y apareció Hervé Renard. El resto es historia. @SaudiNT pic.twitter.com/TpZvGsQIvs— Relevo (@relevo) November 24, 2022 22 2022 # _ pic.twitter.com/qnLF2nxv48— (@SaudiNT) November 24, 2022 Sádarnir mættu útblásnir af sjálfstrausti til leiks í seinni hálfleik eftir ræðuna mögnuðu. Saleh Al-Shehri jafnaði metin á 48. mínútu og fimm mínútum síðar kom Salem Al-Dawsari Sádí-Arabíu yfir, 1-2. Þrátt fyrir að hafa um fjörutíu mínútur til að jafna varð Argentínu ekki kápan úr því klæðinu og Sádí-Arabía fagnaði fræknum sigri. Gleðin inni á vellinum og í stúkunni á Lusail leikvanginum var mikil og ekki var hún minni heima fyrir. Yfirvöld í Sádí-Arabíu gáfu svo landsmönnum frí daginn eftir leikinn gegn Argentínu til að fagna sigrinum. „Sú ákvörðun hefur verið tekin að á morgun, miðvikudag, munu allir starfsmenn fá frí frá vinnu, bæði hjá ríkinu og í einkageiranum, ásamt bæði karlkyns og kvenkyns nemendum,“ sagði í yfirlýsingu frá Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Sádí-Arabía er á toppi C-riðils heimsmeistaramótsins með þrjú stig. Næsti leikur liðsins er gegn Póllandi klukkan 13:00 á morgun. HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira
Samkvæmt útreikningum Gracenote tölfræðiveitunnar var sigur Sádí-Arabíu á Argentínu sá óvæntasti í sögu HM. Í hálfleik benti samt lítið til þess að Sádar myndu fara með sigur af hólmi enda Argentínumenn með forystuna eftir mark Lionels Messi úr vítaspyrnu. Í hálfleik hélt Renard innblásna ræðu sem kveikti svo sannarlega í hans mönnum. Renard þrumaði yfir sínum mönnum á frönsku og ensku og ræðan var svo tilfinningaþrungin að túlkurinn var líka orðinn æstur. Þrumuræðu Renards má sjá hér fyrir neðan. Arabia Saudí perdía 1-0 contra Argentina al descanso. Y apareció Hervé Renard. El resto es historia. @SaudiNT pic.twitter.com/TpZvGsQIvs— Relevo (@relevo) November 24, 2022 22 2022 # _ pic.twitter.com/qnLF2nxv48— (@SaudiNT) November 24, 2022 Sádarnir mættu útblásnir af sjálfstrausti til leiks í seinni hálfleik eftir ræðuna mögnuðu. Saleh Al-Shehri jafnaði metin á 48. mínútu og fimm mínútum síðar kom Salem Al-Dawsari Sádí-Arabíu yfir, 1-2. Þrátt fyrir að hafa um fjörutíu mínútur til að jafna varð Argentínu ekki kápan úr því klæðinu og Sádí-Arabía fagnaði fræknum sigri. Gleðin inni á vellinum og í stúkunni á Lusail leikvanginum var mikil og ekki var hún minni heima fyrir. Yfirvöld í Sádí-Arabíu gáfu svo landsmönnum frí daginn eftir leikinn gegn Argentínu til að fagna sigrinum. „Sú ákvörðun hefur verið tekin að á morgun, miðvikudag, munu allir starfsmenn fá frí frá vinnu, bæði hjá ríkinu og í einkageiranum, ásamt bæði karlkyns og kvenkyns nemendum,“ sagði í yfirlýsingu frá Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Sádí-Arabía er á toppi C-riðils heimsmeistaramótsins með þrjú stig. Næsti leikur liðsins er gegn Póllandi klukkan 13:00 á morgun.
HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira