Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2022 18:18 Ása Berglind Hjálmarsdóttir býr í elstu götunni í Þorlákshöfn. Hún er ættuð úr Selvogi. Arnar Halldórsson Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segja Þorlákshafnarbúar söguna af því hvernig Þorlákshöfn byrjaði. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi býr í einu elsta íbúðarhúsinu. Langamma hennar og fjölskylda voru meðal frumbyggja en amma hennar var þá unglingur. „Hún flutti úr Selvogi. Það voru rosamargir sem komu hingað úr Selvogi,“ segir Ása Berglind en fyrstu húsin byggðust upp við A, B og C-götu en göturnar fengu síðar önnur nöfn. Jóhann Davíðsson segir að B-gatan hafi verið kölluð barnagatan.Arnar Halldórsson Einn af þeim strákum sem þar ólust upp var Jóhann Davíðsson en hann bjó við B-götu til 18 ára aldurs. Hann bendir okkur á minnisvarða um Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra á Selfossi, sem hann kallar föður Þorlákshafnar. Við vitann á Hafnarnesi minnast Ölfusingar þess að það var í þessari sveit sem landnámskonan Auður djúpúðga er sögð hafa fyrst stigið á land en verkið gerði Erlingur Ævar Jónsson. Minnismerkið um Auði djúpúðgu í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Til að rifja upp þessa elstu sögn um svæðið fer Jóhann með okkur á sandinn austan Þorlákshafnar, Hafnarskeið, en þar er sagt að Auður hafi strandað skipi sínu. Talið er að Þorlákshöfn hafi upphaflega heitið Elliðahöfn og að menn hafi snemma farið að róa héðan til fiskjar enda þótti þetta einn skársti lendingarstaðurinn á suðurströndinni. Lengi var bara einn sveitabær í Þorlákshöfn en hann var einnig notaður sem verbúð. Bak við stóru fiskvinnsluhúsin er upplýsingaskilti þar sem bæjarhúsin stóðu en þau voru rifin árið 1962. Tímamótin urðu þegar Kaupfélag Árnesinga undir stjórn Egils Thorarensen hóf uppbyggingu. Það byrjaði með stofnun útgerðarfélagsins Meitilsins árið 1949, sem gerði út fimm báta. Erlingur Ævar Jónsson skipstjóri flutti með fjölskylduna frá Eyrarbakka vegna betri hafnarskilyrða í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Erlingur Ævar Jónsson, sá sem gerði minnsmerkið um Auði djúpúðgu, var meðal þeirra sem réru frá Þorlákshöfn á þessum fyrstu árum, á bát frá Eyrarbakka. Höfnin þar þótti erfið og segir Erlingur að Þorlákshöfn hafi mikið til byggst upp vegna þess hversu erfitt var að róa frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Að því kom að Erlingur Ævar flutti frá Eyrarbakka og byggði hús yfir fjölskylduna í Þorlákshöfn. Þáttinn um Þorlákshöfn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla: Hér má sjá þátt um Selvoginn: Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segja Þorlákshafnarbúar söguna af því hvernig Þorlákshöfn byrjaði. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi býr í einu elsta íbúðarhúsinu. Langamma hennar og fjölskylda voru meðal frumbyggja en amma hennar var þá unglingur. „Hún flutti úr Selvogi. Það voru rosamargir sem komu hingað úr Selvogi,“ segir Ása Berglind en fyrstu húsin byggðust upp við A, B og C-götu en göturnar fengu síðar önnur nöfn. Jóhann Davíðsson segir að B-gatan hafi verið kölluð barnagatan.Arnar Halldórsson Einn af þeim strákum sem þar ólust upp var Jóhann Davíðsson en hann bjó við B-götu til 18 ára aldurs. Hann bendir okkur á minnisvarða um Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra á Selfossi, sem hann kallar föður Þorlákshafnar. Við vitann á Hafnarnesi minnast Ölfusingar þess að það var í þessari sveit sem landnámskonan Auður djúpúðga er sögð hafa fyrst stigið á land en verkið gerði Erlingur Ævar Jónsson. Minnismerkið um Auði djúpúðgu í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Til að rifja upp þessa elstu sögn um svæðið fer Jóhann með okkur á sandinn austan Þorlákshafnar, Hafnarskeið, en þar er sagt að Auður hafi strandað skipi sínu. Talið er að Þorlákshöfn hafi upphaflega heitið Elliðahöfn og að menn hafi snemma farið að róa héðan til fiskjar enda þótti þetta einn skársti lendingarstaðurinn á suðurströndinni. Lengi var bara einn sveitabær í Þorlákshöfn en hann var einnig notaður sem verbúð. Bak við stóru fiskvinnsluhúsin er upplýsingaskilti þar sem bæjarhúsin stóðu en þau voru rifin árið 1962. Tímamótin urðu þegar Kaupfélag Árnesinga undir stjórn Egils Thorarensen hóf uppbyggingu. Það byrjaði með stofnun útgerðarfélagsins Meitilsins árið 1949, sem gerði út fimm báta. Erlingur Ævar Jónsson skipstjóri flutti með fjölskylduna frá Eyrarbakka vegna betri hafnarskilyrða í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Erlingur Ævar Jónsson, sá sem gerði minnsmerkið um Auði djúpúðgu, var meðal þeirra sem réru frá Þorlákshöfn á þessum fyrstu árum, á bát frá Eyrarbakka. Höfnin þar þótti erfið og segir Erlingur að Þorlákshöfn hafi mikið til byggst upp vegna þess hversu erfitt var að róa frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Að því kom að Erlingur Ævar flutti frá Eyrarbakka og byggði hús yfir fjölskylduna í Þorlákshöfn. Þáttinn um Þorlákshöfn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla: Hér má sjá þátt um Selvoginn:
Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Sjá meira
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50