Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2022 22:50 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Arnar Halldórsson Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá flutningaskip Smyril-Line, Akranes, sigla inn til Þorlákshafnar frá Rotterdam. Siglingar færeyska skipafélagsins frá Evrópu hófust fyrir fimm árum með einu skipi á viku, þau eru núna orðin þrjú á viku. Segullinn er staðsetning gagnvart Reykjavík. Hákon Hjartarson er svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson „Þetta náttúrlega styttir leiðina til Evrópu. Þetta er sólarhringur, fram og til baka, að sigla leiðina fyrir Reykjanesið. Við erum að ná að sigla til Rotterdam á tveimur og hálfum sólarhring,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line. Þorlákshöfn hefur á skömmum tíma orðið ein umsvifamesta vöruhöfn landsins. Til að mæta þörfinni er verið að lengja aðalhafnargarðinn, dýpka höfnina og endurnýja bryggjur. Suðurverk annast lengingu hafnargarðsins og breytingu á Suðurvararbryggju en Hagtak endurnýjun Svartaskersbryggju. Séð yfir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Áætlað er að hafnarframkvæmdirnar muni kosta fjóra til fimm milljarða króna. Eftir þær mun höfnin geta tekið við mun stærri skipum. Í stað allt að 130 metra langra skipa munu fast að 200 metra löng skip geta nýtt höfnina. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, sér höfnina eflast enn frekar. „Hér er alveg nægt landrými og við getum stækkað hérna í allar áttir,“ segir Benjamín Ómar. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Miklar framkvæmdir eru við fiskeldi sem og við smíði íbúða en bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir hundruð íbúða í byggingu. Íbúafjöldi Þorlákshafnar nálgast tvöþúsund en árleg fjölgun er óvíða meiri. „Það er svona sex til níu prósenta fjölgun á íbúum. Samfélagið er að yngjast,“ segir Elliði. „Það er vegna þess að svona hefðbundin fjölskylda sem hingað flytur, hún kemur mjög gjarnan af höfuðborgarsvæðinu, og er með svona tvö til þrjú börn á leik- og grunnskólaaldri. Og þegar samfélag er að stækka svona hratt, eins og við erum að gera, þá þarf að hafa augun mjög fast á boltanum til að tryggja fræðslumál og félagsþjónustu.“ Nýr leikskóli er í smíðum og stækkun grunnskólans áformuð. Og þegar við biðjum bæjarstjórann að spá um fjölgun íbúa næstu árin svarar hann: „Ég sé fyrir mér að innan fimm ára þá verði þeir orðnir allavega svona 3.500 íbúar hérna. Innan 10-15 ára, þetta sveitarfélag verður orðið sjö til tíu þúsund manna sveitarfélag,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá flutningaskip Smyril-Line, Akranes, sigla inn til Þorlákshafnar frá Rotterdam. Siglingar færeyska skipafélagsins frá Evrópu hófust fyrir fimm árum með einu skipi á viku, þau eru núna orðin þrjú á viku. Segullinn er staðsetning gagnvart Reykjavík. Hákon Hjartarson er svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson „Þetta náttúrlega styttir leiðina til Evrópu. Þetta er sólarhringur, fram og til baka, að sigla leiðina fyrir Reykjanesið. Við erum að ná að sigla til Rotterdam á tveimur og hálfum sólarhring,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line. Þorlákshöfn hefur á skömmum tíma orðið ein umsvifamesta vöruhöfn landsins. Til að mæta þörfinni er verið að lengja aðalhafnargarðinn, dýpka höfnina og endurnýja bryggjur. Suðurverk annast lengingu hafnargarðsins og breytingu á Suðurvararbryggju en Hagtak endurnýjun Svartaskersbryggju. Séð yfir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Áætlað er að hafnarframkvæmdirnar muni kosta fjóra til fimm milljarða króna. Eftir þær mun höfnin geta tekið við mun stærri skipum. Í stað allt að 130 metra langra skipa munu fast að 200 metra löng skip geta nýtt höfnina. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, sér höfnina eflast enn frekar. „Hér er alveg nægt landrými og við getum stækkað hérna í allar áttir,“ segir Benjamín Ómar. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Miklar framkvæmdir eru við fiskeldi sem og við smíði íbúða en bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir hundruð íbúða í byggingu. Íbúafjöldi Þorlákshafnar nálgast tvöþúsund en árleg fjölgun er óvíða meiri. „Það er svona sex til níu prósenta fjölgun á íbúum. Samfélagið er að yngjast,“ segir Elliði. „Það er vegna þess að svona hefðbundin fjölskylda sem hingað flytur, hún kemur mjög gjarnan af höfuðborgarsvæðinu, og er með svona tvö til þrjú börn á leik- og grunnskólaaldri. Og þegar samfélag er að stækka svona hratt, eins og við erum að gera, þá þarf að hafa augun mjög fast á boltanum til að tryggja fræðslumál og félagsþjónustu.“ Nýr leikskóli er í smíðum og stækkun grunnskólans áformuð. Og þegar við biðjum bæjarstjórann að spá um fjölgun íbúa næstu árin svarar hann: „Ég sé fyrir mér að innan fimm ára þá verði þeir orðnir allavega svona 3.500 íbúar hérna. Innan 10-15 ára, þetta sveitarfélag verður orðið sjö til tíu þúsund manna sveitarfélag,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26
Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42
Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41