Innlent

Lang­flestar sektir vegna nagla­dekkja á höfuð­borgar­svæðinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Óheimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.
Óheimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu.

Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, um sektir vegna nagladekkja.

Andrés Ingi óskaði eftir upplýsingum um hversu oft lögregla hefði sektað ökumenn vegna nagladekkjanotkunar hvert undanfarinna fimma ára, sundurliðað eftir lögregluembættum. Þá óskaði hann sérstaklega eftir upplýsingum um hversu oft sektir hafi verið gefnar út á fyrstu tveimur vikum eftir og síðustu tveimur vikum fyrir það tímabil sem notkun nagladekkja er bönnuð. 

„Samkvæmt reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Á tímabilinu var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út,“ segir í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurninni. 

Með svarinu fylgdi taflan sem sjá má hér að neðan, þar sem sektir vegna nagladekkjanotkunar eru sundurliðaðar eftir árum og lögregluembættum. Þar má sjá að langflestar sektir vegna nagladekkjanotkunar síðustu fimm ár hafa verið gefnar út af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og hafa þær aldrei verið fleiri hjá embættinu en í ár.

 Taflan miðar við stöðuna eins og hún var 6. nóvember síðastliðinn.

Skjáskot/Alþingi

Hér má lesa svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga í heild sinni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.