Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 23:00 Brúðarkjóllinn var þungur eftir að aldan skall á hann, að sögn leiðsögumanns sem festi atvikið á filmu. Hún segir ferðamenn ganga skugglega langt að sjónum í fjörunni þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. skjáskot Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum. Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum.
Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira