Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 23:00 Brúðarkjóllinn var þungur eftir að aldan skall á hann, að sögn leiðsögumanns sem festi atvikið á filmu. Hún segir ferðamenn ganga skugglega langt að sjónum í fjörunni þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. skjáskot Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum. Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum.
Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira