Fótbolti

Besta ár þeirra bestu á EM síðasta sumar endar hræðilega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Beth Mead er hér með sjúkraþjálfaranum Rose Glendinning eftir að hún meiddist.
Beth Mead er hér með sjúkraþjálfaranum Rose Glendinning eftir að hún meiddist. Getty/Stuart MacFarlane

Enska knattspyrnukonan Beth Mead átti frábært ár í ár en það verður samt alltaf súrsætt þökk sé því hvernig það endar.

Hinn 27 ára gamla Mead meiddist illa á hné í stórleik Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem Arsenal stelpurnar fengu að spila heimaleik á Emirates leikvanginum.

Mead hjálpaði enska landsliðinu að vinna Evrópumeistaratitilinn í sumar þar sem hún var bæði markahæst og var valin besti leikmaður mótsins. Mead skoraði sex mörk og gaf fimm stoðsendingar í sex leikjum á Evrópumótinu.

Arsenal liðið er í harðri toppbaráttu við Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og leikurinn um helgina því mjög mikilvægur. Mead er með 3 mörk og 4 stoðsendingar í sjö leikjum.

Þetta var því búið að vera magnað ár hjá henni.

Arsenal var 2-1 yfir í leiknum á móti United en tapaði honum eftir að hafa fengið á sig tvö mörk undir lokin. Mead lagði upp annað mark Arsenal liðsins.

Hún meiddist á hné í uppbótatíma og nú hefur það verið staðfest að krossbandið sé slitið.

Mead missir því ekki aðeins af restinni á tímabilinu heldur nú er HM í hættu hjá henni en það fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×