Innlent

Bein út­sending: Bjarni svarar spurningum um Ís­lands­banka­skýrsluna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund í dag vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra er á meðal þeirra sem svarar spurningum nefndarinnar í dag.

Fundurinn hefst klukkan 9.45 í dag og stendur til 11. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum hér að neðan.

Fundarefnið er sem fyrr segir skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Gestir fundarins verða Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Sigurður H. Helgason skrifstofustjóri frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundurinn er opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Niðurstaða skýrslunnar var sú að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í mars síðastliðnum. Ríkisendurskoðun dró þó ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlisins hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld.

Hart hefur verið tekist á um niðurstöðu skýrslunnar á Alþingi og má reikna með að það sama verði upp á tengingnum á fundi nefndarinnar í dag.


Tengdar fréttir

Hvorki list né vísindi að selja banka

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að góð stjórnsýsla sé lykilatriði þegar kemur að því að selja ríkisiseignir. Það sé hvorki list né vísindi að selja banka. Hún telur jafn framt að sú aðferð sem beitt var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor henti ekki sérstaklega vel í jafn litlu samfélagi og á Íslandi.

„Framkvæmdin var ekki nógu góð“

Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×