Hvorki list né vísindi að selja banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2022 12:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að góð stjórnsýsla sé lykilatriði þegar kemur að því að selja ríkisiseignir. Það sé hvorki list né vísindi að selja banka. Hún telur jafn framt að sú aðferð sem beitt var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor henti ekki sérstaklega vel í jafn litlu samfélagi og á Íslandi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í viðtali við Katrínu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi Katrínu út í hennar skoðun á nýbirtri skýrslu Ríkisendurskoðun um söluferlið, umræðu um hana og það sem hún afhjúpaði. „Mitt mat á þessari skýrslu er að hún sé góð. Hún sé greinargóð. Það er mitt mat. Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott. Þarna er bent á stóru línurnar: Jájá, salan var almennt hagfelld fyrir ríkið en það eru annmarkar. Það er farið bara mjög vel yfir þessa annmarka sem mér finnst að við eigum að taka alvarlega,“ sagði Katrín. Á meðal þess sem kom fram í skýrslunni var að vinnu hennar hafi ítrekað komið fram af hálfu Bankasýslu ríkisins og ráðgjafa hennar að úrvinnsla söluferlisins væri frekar í ætt við list en vísindi. Góð stjórnsýsla lykilatriði Katrín taldi raunar í viðtalinu að hvorugt ætti við. Góð stjórnsýsla væri hins vegar lykilatriði. „Ég segi það að þegar Bankasýslan segir að það eru nú ekki vísindi að selja banka heldur list. Ég held kannski að þetta sé bara hvorugt. Hvorki list né vísindi. En ég held að það þurfi að hafa í huga góða stjórnsýslu þegar það verið að selja ríkiseign. Ég er nú bara svona einföld. Ég ætla bara að halda því til haga.“ Sem var ekki gert, eða hvað? „Það sem er bent á í skýrslunni, ef að við bara tökum hana alvarlega. Það er auðvitað það að ákvarðanir, það er skortur á því að þær séu skjalfestar og þar með þetta gagnsæi tryggt þannig að það hægt sé, eins og það er orðað, að prófa ferlið eftir á. Það hefur verið bent á það.“ Ríkið á enn stóran hlut í Íslandsbanka sem stendur til að selja, þó óvíst er hvenær ráðist verður í það verkefni.Vísir/Vilhelm Sagði Katrín að stærsta málið í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar væri kannski ekki það hvert endanlegt verð hafi verið eða hvort að fást hafi mátt hærra verð fyrir hlut ríkisins. „Þá held ég að stærsta málið í þessu sé kannski traustið. Það er það sem mér finnst stærsti vandinn.“ Það hafi rýrnað? „Ég segi það.“ Hvaða afleiðingar hefur það ef traustið hefur rýrnað? „Það þarf að endurskoða þetta fyrirkomulag á því sem við höfum haft um sölu á eignarhlut í bankanum,“ sagði Katrín. Stendur algjörlega við það að leggja Bankasýsluna niður eftir að hafa lesið skýrsluna Sagði hún einnig að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja niður Bankasýsluna væri ákvörðun sem hún standi algjörlega við eftir lestur skýrslunnar. Skort hafi á gagnsæi við söluna og hvaða viðmiðum var farið eftir þegar verið var að vega saman hvaða markmið sölunnar ættu að vega þyngst í söluferlinu. „Þegar um er að ræða sölu á ríkiseignum þá gilda auðvitað önnur lögmál en þegar þú ert að selja þína eigin prívat eign á markaði. Þá komum við aftur að þessi með að rekja ákvarðanir, að skjalfesta ákvarðanir, að gagnsæi ríkji um ákvarðanir,“ sagði Katrín. Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.Vísir „En algjörlega finnst mér þetta koma út og í raun og veru þessi kannski skortur á því að gera grein fyrir því með skýrum hætti þegar þú ert að vega saman markmið eins og dreifing á eignarhaldi, verð og annað slíkt, nákvæmlega hvaða viðmið þú ert með. Það er kannski það sem kallað er list en ekki vísindi. En það þarf eigi að síður að ríkja fullt gagnsæi um það,“ sagði hún enn fremur. Söluaðferðin henti ekki íslensku samfélagi Þá telur hún að söluaðferðinni sem var beitt, hið svokallaða tilboðsferli þar sem völdum fjárfestum innlendum sem erlendum gafst kostur á að taka þátt, henti ekki í íslensku samfélagi. „Svo náttúrulega eftir á að hyggja þá finnst mér eins og þessi aðferð hafi ekkert hentað sérstaklega vel í svona rosalega litlu samfélagi sem Ísland er,“ sagði Katrín sem rifjaði einnig upp að Bankasýslan hafi lagst gegn því að listi yfir þá sem fengu að kaupa í bankanum í umræddu útboði yrði birtur. „Það snerti mig gríðarlega illa, þegar þessi ráðgjöf kemur. Það fannst mér bera vott um að hér væri djúpt skilningsleysi á því hvað það þýðir að skilja ríkiseign.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í viðtali við Katrínu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi Katrínu út í hennar skoðun á nýbirtri skýrslu Ríkisendurskoðun um söluferlið, umræðu um hana og það sem hún afhjúpaði. „Mitt mat á þessari skýrslu er að hún sé góð. Hún sé greinargóð. Það er mitt mat. Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott. Þarna er bent á stóru línurnar: Jájá, salan var almennt hagfelld fyrir ríkið en það eru annmarkar. Það er farið bara mjög vel yfir þessa annmarka sem mér finnst að við eigum að taka alvarlega,“ sagði Katrín. Á meðal þess sem kom fram í skýrslunni var að vinnu hennar hafi ítrekað komið fram af hálfu Bankasýslu ríkisins og ráðgjafa hennar að úrvinnsla söluferlisins væri frekar í ætt við list en vísindi. Góð stjórnsýsla lykilatriði Katrín taldi raunar í viðtalinu að hvorugt ætti við. Góð stjórnsýsla væri hins vegar lykilatriði. „Ég segi það að þegar Bankasýslan segir að það eru nú ekki vísindi að selja banka heldur list. Ég held kannski að þetta sé bara hvorugt. Hvorki list né vísindi. En ég held að það þurfi að hafa í huga góða stjórnsýslu þegar það verið að selja ríkiseign. Ég er nú bara svona einföld. Ég ætla bara að halda því til haga.“ Sem var ekki gert, eða hvað? „Það sem er bent á í skýrslunni, ef að við bara tökum hana alvarlega. Það er auðvitað það að ákvarðanir, það er skortur á því að þær séu skjalfestar og þar með þetta gagnsæi tryggt þannig að það hægt sé, eins og það er orðað, að prófa ferlið eftir á. Það hefur verið bent á það.“ Ríkið á enn stóran hlut í Íslandsbanka sem stendur til að selja, þó óvíst er hvenær ráðist verður í það verkefni.Vísir/Vilhelm Sagði Katrín að stærsta málið í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar væri kannski ekki það hvert endanlegt verð hafi verið eða hvort að fást hafi mátt hærra verð fyrir hlut ríkisins. „Þá held ég að stærsta málið í þessu sé kannski traustið. Það er það sem mér finnst stærsti vandinn.“ Það hafi rýrnað? „Ég segi það.“ Hvaða afleiðingar hefur það ef traustið hefur rýrnað? „Það þarf að endurskoða þetta fyrirkomulag á því sem við höfum haft um sölu á eignarhlut í bankanum,“ sagði Katrín. Stendur algjörlega við það að leggja Bankasýsluna niður eftir að hafa lesið skýrsluna Sagði hún einnig að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja niður Bankasýsluna væri ákvörðun sem hún standi algjörlega við eftir lestur skýrslunnar. Skort hafi á gagnsæi við söluna og hvaða viðmiðum var farið eftir þegar verið var að vega saman hvaða markmið sölunnar ættu að vega þyngst í söluferlinu. „Þegar um er að ræða sölu á ríkiseignum þá gilda auðvitað önnur lögmál en þegar þú ert að selja þína eigin prívat eign á markaði. Þá komum við aftur að þessi með að rekja ákvarðanir, að skjalfesta ákvarðanir, að gagnsæi ríkji um ákvarðanir,“ sagði Katrín. Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.Vísir „En algjörlega finnst mér þetta koma út og í raun og veru þessi kannski skortur á því að gera grein fyrir því með skýrum hætti þegar þú ert að vega saman markmið eins og dreifing á eignarhaldi, verð og annað slíkt, nákvæmlega hvaða viðmið þú ert með. Það er kannski það sem kallað er list en ekki vísindi. En það þarf eigi að síður að ríkja fullt gagnsæi um það,“ sagði hún enn fremur. Söluaðferðin henti ekki íslensku samfélagi Þá telur hún að söluaðferðinni sem var beitt, hið svokallaða tilboðsferli þar sem völdum fjárfestum innlendum sem erlendum gafst kostur á að taka þátt, henti ekki í íslensku samfélagi. „Svo náttúrulega eftir á að hyggja þá finnst mér eins og þessi aðferð hafi ekkert hentað sérstaklega vel í svona rosalega litlu samfélagi sem Ísland er,“ sagði Katrín sem rifjaði einnig upp að Bankasýslan hafi lagst gegn því að listi yfir þá sem fengu að kaupa í bankanum í umræddu útboði yrði birtur. „Það snerti mig gríðarlega illa, þegar þessi ráðgjöf kemur. Það fannst mér bera vott um að hér væri djúpt skilningsleysi á því hvað það þýðir að skilja ríkiseign.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent