Breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns boðin út eftir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2022 12:30 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Egill Aðalsteinsson Breikkun Reykjanesbrautar á 5,6 kílómetra kafla milli Krýsuvíkurafleggjara og Hvassahrauns verður boðin út eftir áramót. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í þættinum Bítið á Bylgjunni. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Vegagerðin hafði áður boðað útboð síðastliðið vor og að ritað yrði undir verksamning um miðjan júní svo að framkvæmdir hæfust um mitt síðastliðið sumar, eins og fram kom í þessari frétt. Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. Þá hafði ráðherrann verið spurður að því í sumarbyrjun, vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn þenslu, hvort fresta ætti nýjum útboðum, eins og breikkun Reykjanesbrautar. Þá sagði hann að ákveðin verkefni hefðu verið sett í forgang og nefndi fyrst Dynjandisheiði. „Það sama gildir um Reykjanesbrautina. Það eru mál sem eru í forgangi,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í júní. Frá vegarkaflanum á Reykjanesbraut. Þar á eftir að aðskilja akstursstefnur.Vilhelm Gunnarsson Ráðherrann var í þættinum Bítið á Bylgjunni í síðustu viku spurður um ástæður tafa á útboði Reykjanesbrautar. „Það er aldeilis ekki verið að tefja,“ sagði ráðherrann. „Það hafa allskonar breytingar komið upp sem þurfti að bregðast við. Skipulags, landeigenda..,“ -Var ekki búið að leysa það? „Ekki allt saman. Og síðan er verið að setja upp þarna mjög áhugaverða verksmiðju, verið að dæla niður koltvísýringi og það þarf að samtvinna það við. Mér sýnist þetta ganga allt ágætlega. Við þurfum að halda að okkur fjármunum og verðin hækkuðu um fjörutíu prósent. Þannig að við gátum ekki boðið þetta út í haust, eins og til stóð. En Reykjanesbrautin verður boðin út eftir áramót, þessi kafli; Krýsuvík – Hvassahraun,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má heyra samtalið í þættinum: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Vegagerðin hafði áður boðað útboð síðastliðið vor og að ritað yrði undir verksamning um miðjan júní svo að framkvæmdir hæfust um mitt síðastliðið sumar, eins og fram kom í þessari frétt. Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. Þá hafði ráðherrann verið spurður að því í sumarbyrjun, vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn þenslu, hvort fresta ætti nýjum útboðum, eins og breikkun Reykjanesbrautar. Þá sagði hann að ákveðin verkefni hefðu verið sett í forgang og nefndi fyrst Dynjandisheiði. „Það sama gildir um Reykjanesbrautina. Það eru mál sem eru í forgangi,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í júní. Frá vegarkaflanum á Reykjanesbraut. Þar á eftir að aðskilja akstursstefnur.Vilhelm Gunnarsson Ráðherrann var í þættinum Bítið á Bylgjunni í síðustu viku spurður um ástæður tafa á útboði Reykjanesbrautar. „Það er aldeilis ekki verið að tefja,“ sagði ráðherrann. „Það hafa allskonar breytingar komið upp sem þurfti að bregðast við. Skipulags, landeigenda..,“ -Var ekki búið að leysa það? „Ekki allt saman. Og síðan er verið að setja upp þarna mjög áhugaverða verksmiðju, verið að dæla niður koltvísýringi og það þarf að samtvinna það við. Mér sýnist þetta ganga allt ágætlega. Við þurfum að halda að okkur fjármunum og verðin hækkuðu um fjörutíu prósent. Þannig að við gátum ekki boðið þetta út í haust, eins og til stóð. En Reykjanesbrautin verður boðin út eftir áramót, þessi kafli; Krýsuvík – Hvassahraun,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má heyra samtalið í þættinum:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22