Fótbolti

Brasilíumenn búnir að undirbúa dansa fyrir fyrstu tíu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar Jr fagnar marki með þeim Lucas Paqueta og Raphinha. Brassar ætla að skora og dansa mikið á HM í Katar.
Neymar Jr fagnar marki með þeim Lucas Paqueta og Raphinha. Brassar ætla að skora og dansa mikið á HM í Katar. Getty/Chung Sung-Jun

Brasilíska landsliðið ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar og það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Þeir ætla líka að skemmta sér og öðrum á mótinu.

Sóknarmaðurinn Raphinha sagði frá því á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Brasilíu á móti Serbíu að leikmenn liðsins hafi æft og undirbúið sérstök fagnaðarlæti fyrir mörkin sín á HM.

Brasilía er að reyna að verða heimsmeistari í sjötta sinn en Brassarnir hafa ekki unnið þennan eftirsótta titil í tuttugu ár.

Brasilíumenn ætla að bjóða upp á mörk og markadansa á mótinu.

„Ef ég segi alveg satt frá þá höfum við þegar undirbúið dansa fyrir tíu fyrstu mörkin okkar,“ sagði Raphinha.

„Það eru tíu dansar tilbúnir fyrir hvern leik. Einn dans fyrir fyrsta markið og annar fyrir annað markið. Ef við skorum meira en tíu mörk þá þurfum við bara að búa fleiri til á staðnum,“ sagði Raphinha léttur.

Það ættu líka að vera til mennirnir til að skora mörk fyrir Brasilíu á mótinu því sóknarlína liðsins er svakalega og alveg niður í níunda framherja hópsins.

Við erum með Neymar, Richarlison og Vinicius Junior svo einhverjir séu nefndir en það er nóg að taka þegar kemur að því að stilla upp framlínu brasilíska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×