„Okkar starf í vikunni sem var að líða var að einbeita okkur að fótbolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 23:31 Gareth Southgate gefur skipanir í leik dagsins. Jean Catuffe/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var eðlilega kampakátur með 6-2 sigur sinna manna á Íran þegar þau hófu leik á HM sem fram fer í Katar. Southgate var þó ósáttur með varnarleik sinna manna og sagði að hann yrði að vera betri það sem eftir lifir móts. „Okkar starf í vikunni sem var að líða var að einbeita okkur að fótbolta og leikmennirnir gerðu það vel. Fyrri hálfleikurinn var erfiður þar sem leikurinn var stöðvaður í dágóða stund vegna meiðsla markvarðar þeirra. En við notuðum boltann vel og hver sem vildi gat séð gæði okkar í fremstu línu.“ „Í blálokin virkuðum við kærulausir en þar rétt á undan vorum við nokkuð góðir. Ég hef sagt leikmönnum hvernig mér líður,við vorum mun betri aðilinn og mjög margir leikmenn sem spiluðu mjög vel. Að sama skapi getum við ekki fengið á okkur tvö mörk líkt og við gerðum. Ég skil að það var mikill uppbótartími og menn fara að láta hugann reika en við verðum að vera á tánum gegn Bandaríkjunum. Við getum enn lyft okkur upp á hærra plan:“ Southgate var ekki nægilega sáttur með ákvörðun dómarans að gefa Íran víti þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn. Ástæðan var sú að hann taldi að England hefði átt að fá vítaspyrnu á undan fyrir samskonar brot. „Verðum að ræða við dómarana og komast að því hvernig þetta verður það sem eftir lifir móts.“ „Við vitum að næstu dagar verða aðeins rólegri. Ég er ánægður með hvernig hópurinn hefur unnið síðustu daga. Það var ánægjulegt að geta spilað nokkrum leikmönnum og sérstaklega að sjá þá skora. Ég vil að allir séu vinir en þegar ég vel liðið veit ég að 11 verða ánægðir á meðan 15 verða ósáttir,“ sagði Southgate að endingu eftir stórsigur Englands í dag. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fagnaði fyrir Finlay Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. 21. nóvember 2022 19:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
„Okkar starf í vikunni sem var að líða var að einbeita okkur að fótbolta og leikmennirnir gerðu það vel. Fyrri hálfleikurinn var erfiður þar sem leikurinn var stöðvaður í dágóða stund vegna meiðsla markvarðar þeirra. En við notuðum boltann vel og hver sem vildi gat séð gæði okkar í fremstu línu.“ „Í blálokin virkuðum við kærulausir en þar rétt á undan vorum við nokkuð góðir. Ég hef sagt leikmönnum hvernig mér líður,við vorum mun betri aðilinn og mjög margir leikmenn sem spiluðu mjög vel. Að sama skapi getum við ekki fengið á okkur tvö mörk líkt og við gerðum. Ég skil að það var mikill uppbótartími og menn fara að láta hugann reika en við verðum að vera á tánum gegn Bandaríkjunum. Við getum enn lyft okkur upp á hærra plan:“ Southgate var ekki nægilega sáttur með ákvörðun dómarans að gefa Íran víti þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn. Ástæðan var sú að hann taldi að England hefði átt að fá vítaspyrnu á undan fyrir samskonar brot. „Verðum að ræða við dómarana og komast að því hvernig þetta verður það sem eftir lifir móts.“ „Við vitum að næstu dagar verða aðeins rólegri. Ég er ánægður með hvernig hópurinn hefur unnið síðustu daga. Það var ánægjulegt að geta spilað nokkrum leikmönnum og sérstaklega að sjá þá skora. Ég vil að allir séu vinir en þegar ég vel liðið veit ég að 11 verða ánægðir á meðan 15 verða ósáttir,“ sagði Southgate að endingu eftir stórsigur Englands í dag.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fagnaði fyrir Finlay Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. 21. nóvember 2022 19:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Fagnaði fyrir Finlay Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. 21. nóvember 2022 19:15