„Okkar starf í vikunni sem var að líða var að einbeita okkur að fótbolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 23:31 Gareth Southgate gefur skipanir í leik dagsins. Jean Catuffe/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var eðlilega kampakátur með 6-2 sigur sinna manna á Íran þegar þau hófu leik á HM sem fram fer í Katar. Southgate var þó ósáttur með varnarleik sinna manna og sagði að hann yrði að vera betri það sem eftir lifir móts. „Okkar starf í vikunni sem var að líða var að einbeita okkur að fótbolta og leikmennirnir gerðu það vel. Fyrri hálfleikurinn var erfiður þar sem leikurinn var stöðvaður í dágóða stund vegna meiðsla markvarðar þeirra. En við notuðum boltann vel og hver sem vildi gat séð gæði okkar í fremstu línu.“ „Í blálokin virkuðum við kærulausir en þar rétt á undan vorum við nokkuð góðir. Ég hef sagt leikmönnum hvernig mér líður,við vorum mun betri aðilinn og mjög margir leikmenn sem spiluðu mjög vel. Að sama skapi getum við ekki fengið á okkur tvö mörk líkt og við gerðum. Ég skil að það var mikill uppbótartími og menn fara að láta hugann reika en við verðum að vera á tánum gegn Bandaríkjunum. Við getum enn lyft okkur upp á hærra plan:“ Southgate var ekki nægilega sáttur með ákvörðun dómarans að gefa Íran víti þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn. Ástæðan var sú að hann taldi að England hefði átt að fá vítaspyrnu á undan fyrir samskonar brot. „Verðum að ræða við dómarana og komast að því hvernig þetta verður það sem eftir lifir móts.“ „Við vitum að næstu dagar verða aðeins rólegri. Ég er ánægður með hvernig hópurinn hefur unnið síðustu daga. Það var ánægjulegt að geta spilað nokkrum leikmönnum og sérstaklega að sjá þá skora. Ég vil að allir séu vinir en þegar ég vel liðið veit ég að 11 verða ánægðir á meðan 15 verða ósáttir,“ sagði Southgate að endingu eftir stórsigur Englands í dag. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fagnaði fyrir Finlay Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. 21. nóvember 2022 19:15 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
„Okkar starf í vikunni sem var að líða var að einbeita okkur að fótbolta og leikmennirnir gerðu það vel. Fyrri hálfleikurinn var erfiður þar sem leikurinn var stöðvaður í dágóða stund vegna meiðsla markvarðar þeirra. En við notuðum boltann vel og hver sem vildi gat séð gæði okkar í fremstu línu.“ „Í blálokin virkuðum við kærulausir en þar rétt á undan vorum við nokkuð góðir. Ég hef sagt leikmönnum hvernig mér líður,við vorum mun betri aðilinn og mjög margir leikmenn sem spiluðu mjög vel. Að sama skapi getum við ekki fengið á okkur tvö mörk líkt og við gerðum. Ég skil að það var mikill uppbótartími og menn fara að láta hugann reika en við verðum að vera á tánum gegn Bandaríkjunum. Við getum enn lyft okkur upp á hærra plan:“ Southgate var ekki nægilega sáttur með ákvörðun dómarans að gefa Íran víti þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn. Ástæðan var sú að hann taldi að England hefði átt að fá vítaspyrnu á undan fyrir samskonar brot. „Verðum að ræða við dómarana og komast að því hvernig þetta verður það sem eftir lifir móts.“ „Við vitum að næstu dagar verða aðeins rólegri. Ég er ánægður með hvernig hópurinn hefur unnið síðustu daga. Það var ánægjulegt að geta spilað nokkrum leikmönnum og sérstaklega að sjá þá skora. Ég vil að allir séu vinir en þegar ég vel liðið veit ég að 11 verða ánægðir á meðan 15 verða ósáttir,“ sagði Southgate að endingu eftir stórsigur Englands í dag.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fagnaði fyrir Finlay Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. 21. nóvember 2022 19:15 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
Fagnaði fyrir Finlay Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. 21. nóvember 2022 19:15