Fótbolti

Firmino fékk ekki að fara á HM en lét vita að hann hafi það á­gætt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino hefur það fínt þrátt fyrir HM vonbrigðin.
Roberto Firmino hefur það fínt þrátt fyrir HM vonbrigðin. AP/Nick Potts

Roberto Firmino var ekki nógu góður til að komst í heimsmeistarahóp Brasilíumanna þrátt fyrir að hafa spilað vel með Liverpool á leiktíðinni.

Samkeppnin um framherjastöðurnar í brasilíska landsliðinu er svakaleg og þar er sko jákvæður höfuðverkur fyrir landsliðsþjálfarann sem ákvað að skilja Firmino eftir heima.

Firmino var með Brasilíu á síðasta heimsmeistaramóti og skoraði þá eitt mark í fjórum leikjum. Hann var valinn í vináttuleiki fyrr á þessu ári en fékk ekki að koma inn á völlinn.

Firmino tók fréttunum eins og herramaður og setti inn kveðju á samfélagsmiðla þar sem hann viðurkenndi auðvitað vonbrigði sín.

Þeir sem höfðu áhyggjur af Liverpool maðurinn væri í einhverju þunglyndi að fá ekki að spila á HM í Katar geta andað léttar.

Firmino svaraði þeim spurningum með því að birta myndir af sér úr sumarparadís á Maldíveyjum með eiginkonunni. Það fer afar vel um þau þar eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×