Innlent

Bana­slys á Baróns­stíg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var á Barónsstíg í gærkvöldi en götunni var lokað vegna slyssins.
Mikill viðbúnaður var á Barónsstíg í gærkvöldi en götunni var lokað vegna slyssins. Vísir/Mariam

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. 

Farþegum hópferðabifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp frá Rauða krossinum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög slyssins ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa, að því er segir í tilkynningu. 

Mikill viðbúnaður var á vettvangi í gærkvöldi og götunni lokað á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×