„Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“ Snorri Másson skrifar 19. nóvember 2022 10:45 Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast. Fjallað er um málið í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar til viðtals um þetta og annað. Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var til viðtals í Íslandi í dag.vísir/vilhelm Kári segir ekki einhlítt að þróunin sé eins slæm og lýst er í grein Guardian, sem unnin er á grunni tímaritsins Human Reproduction Update. „Þannig að ég held að þetta sé sú tegund af vísindarannsókn sem væri best að birta í Guardian frekar en í virtu vísindatímariti,“ segir Kári. Engu að síður segir Kári: „Þessi rannsókn er að vissu leyti athyglisverð en hún sýnir alls ekki óyggjandi fram á að það sé einhver minnkun í fjölda sæðisfrumna hjá karlmönnum. Hún bendir til að sá möguleiki sé fyrir hendi. En ef það er að fækka sæðisfrumum hjá karlmönnum í dag þá getur það átt rætur sínar í því að þessi fjöldi hafi verið meiri en venjulega fyrir 20-30 árum síðan. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta þýðir í sögulegu samhengi. Þess utan ber að gæta þess að þeir sem fara og láta telja úr sér sáðfrumur eru venjulega karlmenn sem eiga við erfiðleika að stríða þegar kemur að frjósemi.“ Á sama tíma er greint frá því að fæðingartíðni á meðal Íslendinga er að lækka og hefur verið að gera frá 2015 eða 2016. Kári kveðst handviss um að sú fækkun hafi ekkert með líffræði að gera, heldur val fólks. „En ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast. Og alls konar spurningar sem vakna. En þeim svörum við ekki hér,“ segir Kári. Fjallað er um margt annað í þætti miðvikudags, allt frá bankasölunni til oftalningar Íslendinga, sem nýverið kom í ljós. Frjósemi Íslensk erfðagreining Vísindi Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir „Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Fjallað er um málið í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar til viðtals um þetta og annað. Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var til viðtals í Íslandi í dag.vísir/vilhelm Kári segir ekki einhlítt að þróunin sé eins slæm og lýst er í grein Guardian, sem unnin er á grunni tímaritsins Human Reproduction Update. „Þannig að ég held að þetta sé sú tegund af vísindarannsókn sem væri best að birta í Guardian frekar en í virtu vísindatímariti,“ segir Kári. Engu að síður segir Kári: „Þessi rannsókn er að vissu leyti athyglisverð en hún sýnir alls ekki óyggjandi fram á að það sé einhver minnkun í fjölda sæðisfrumna hjá karlmönnum. Hún bendir til að sá möguleiki sé fyrir hendi. En ef það er að fækka sæðisfrumum hjá karlmönnum í dag þá getur það átt rætur sínar í því að þessi fjöldi hafi verið meiri en venjulega fyrir 20-30 árum síðan. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta þýðir í sögulegu samhengi. Þess utan ber að gæta þess að þeir sem fara og láta telja úr sér sáðfrumur eru venjulega karlmenn sem eiga við erfiðleika að stríða þegar kemur að frjósemi.“ Á sama tíma er greint frá því að fæðingartíðni á meðal Íslendinga er að lækka og hefur verið að gera frá 2015 eða 2016. Kári kveðst handviss um að sú fækkun hafi ekkert með líffræði að gera, heldur val fólks. „En ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast. Og alls konar spurningar sem vakna. En þeim svörum við ekki hér,“ segir Kári. Fjallað er um margt annað í þætti miðvikudags, allt frá bankasölunni til oftalningar Íslendinga, sem nýverið kom í ljós.
Frjósemi Íslensk erfðagreining Vísindi Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir „Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
„Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47
Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels