„Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“ Snorri Másson skrifar 19. nóvember 2022 10:45 Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast. Fjallað er um málið í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar til viðtals um þetta og annað. Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var til viðtals í Íslandi í dag.vísir/vilhelm Kári segir ekki einhlítt að þróunin sé eins slæm og lýst er í grein Guardian, sem unnin er á grunni tímaritsins Human Reproduction Update. „Þannig að ég held að þetta sé sú tegund af vísindarannsókn sem væri best að birta í Guardian frekar en í virtu vísindatímariti,“ segir Kári. Engu að síður segir Kári: „Þessi rannsókn er að vissu leyti athyglisverð en hún sýnir alls ekki óyggjandi fram á að það sé einhver minnkun í fjölda sæðisfrumna hjá karlmönnum. Hún bendir til að sá möguleiki sé fyrir hendi. En ef það er að fækka sæðisfrumum hjá karlmönnum í dag þá getur það átt rætur sínar í því að þessi fjöldi hafi verið meiri en venjulega fyrir 20-30 árum síðan. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta þýðir í sögulegu samhengi. Þess utan ber að gæta þess að þeir sem fara og láta telja úr sér sáðfrumur eru venjulega karlmenn sem eiga við erfiðleika að stríða þegar kemur að frjósemi.“ Á sama tíma er greint frá því að fæðingartíðni á meðal Íslendinga er að lækka og hefur verið að gera frá 2015 eða 2016. Kári kveðst handviss um að sú fækkun hafi ekkert með líffræði að gera, heldur val fólks. „En ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast. Og alls konar spurningar sem vakna. En þeim svörum við ekki hér,“ segir Kári. Fjallað er um margt annað í þætti miðvikudags, allt frá bankasölunni til oftalningar Íslendinga, sem nýverið kom í ljós. Frjósemi Íslensk erfðagreining Vísindi Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir „Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Fjallað er um málið í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar til viðtals um þetta og annað. Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var til viðtals í Íslandi í dag.vísir/vilhelm Kári segir ekki einhlítt að þróunin sé eins slæm og lýst er í grein Guardian, sem unnin er á grunni tímaritsins Human Reproduction Update. „Þannig að ég held að þetta sé sú tegund af vísindarannsókn sem væri best að birta í Guardian frekar en í virtu vísindatímariti,“ segir Kári. Engu að síður segir Kári: „Þessi rannsókn er að vissu leyti athyglisverð en hún sýnir alls ekki óyggjandi fram á að það sé einhver minnkun í fjölda sæðisfrumna hjá karlmönnum. Hún bendir til að sá möguleiki sé fyrir hendi. En ef það er að fækka sæðisfrumum hjá karlmönnum í dag þá getur það átt rætur sínar í því að þessi fjöldi hafi verið meiri en venjulega fyrir 20-30 árum síðan. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta þýðir í sögulegu samhengi. Þess utan ber að gæta þess að þeir sem fara og láta telja úr sér sáðfrumur eru venjulega karlmenn sem eiga við erfiðleika að stríða þegar kemur að frjósemi.“ Á sama tíma er greint frá því að fæðingartíðni á meðal Íslendinga er að lækka og hefur verið að gera frá 2015 eða 2016. Kári kveðst handviss um að sú fækkun hafi ekkert með líffræði að gera, heldur val fólks. „En ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast. Og alls konar spurningar sem vakna. En þeim svörum við ekki hér,“ segir Kári. Fjallað er um margt annað í þætti miðvikudags, allt frá bankasölunni til oftalningar Íslendinga, sem nýverið kom í ljós.
Frjósemi Íslensk erfðagreining Vísindi Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir „Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
„Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47
Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59