„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 14:22 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að bíða með að grípa til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. „Við getum ekki horft fram hjá því að það er vaxandi vopnaburður og þarna virðist vera um alvarlegra atvik en við höfum verið að sjá á undanförnum vikum og mánuðum í þeim efnum. Og við verðum að bíða rannsóknar lögreglu á þessum atburði sérstaklega,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp Jóns um auknar rannsóknarheimildir lögreglu er nú í meðferð á þinginu en Jón segir það gríðarlega mikilvægt til að lögregla hafi betri tól til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Öll okkar vinna í ráðuneytinu hún ber af sama brunni; við þurfum að bregðast við af mikilli hörku gagnvart skipulagðri brotastarfsemi og þeim vopnaburði meðal annars sem henni fylgir og bara almennri ógn við okkar samfélag. Það er ekki hægt að bíða neitt með það. Það er ekki hægt að gera ekki neitt í þeim efnum núna.“ Snýst ekki bara um lagabreytingar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einnig á því að grípa verði til aðgerða til að taka á auknum vopnaburði. „Það er fyrirhuguð bæði endurskoðun á vopnalögum og líka endurskoðun á lögreglulögum; hvernig við getum tryggt aðstæður lögreglu til að sinna sínum störfum. Þar snýst málið kannski ekki um lagabreytingar fyrst og fremst heldur ekki síður hvernig við stöndum að rekstri lögreglunnar og fjármögnun hennar þannig að við séum að sinna þessu verkefni með fullnægjandi hætti,“ segir Katrín. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
„Við getum ekki horft fram hjá því að það er vaxandi vopnaburður og þarna virðist vera um alvarlegra atvik en við höfum verið að sjá á undanförnum vikum og mánuðum í þeim efnum. Og við verðum að bíða rannsóknar lögreglu á þessum atburði sérstaklega,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp Jóns um auknar rannsóknarheimildir lögreglu er nú í meðferð á þinginu en Jón segir það gríðarlega mikilvægt til að lögregla hafi betri tól til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Öll okkar vinna í ráðuneytinu hún ber af sama brunni; við þurfum að bregðast við af mikilli hörku gagnvart skipulagðri brotastarfsemi og þeim vopnaburði meðal annars sem henni fylgir og bara almennri ógn við okkar samfélag. Það er ekki hægt að bíða neitt með það. Það er ekki hægt að gera ekki neitt í þeim efnum núna.“ Snýst ekki bara um lagabreytingar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einnig á því að grípa verði til aðgerða til að taka á auknum vopnaburði. „Það er fyrirhuguð bæði endurskoðun á vopnalögum og líka endurskoðun á lögreglulögum; hvernig við getum tryggt aðstæður lögreglu til að sinna sínum störfum. Þar snýst málið kannski ekki um lagabreytingar fyrst og fremst heldur ekki síður hvernig við stöndum að rekstri lögreglunnar og fjármögnun hennar þannig að við séum að sinna þessu verkefni með fullnægjandi hætti,“ segir Katrín.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira