„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 14:22 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að bíða með að grípa til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. „Við getum ekki horft fram hjá því að það er vaxandi vopnaburður og þarna virðist vera um alvarlegra atvik en við höfum verið að sjá á undanförnum vikum og mánuðum í þeim efnum. Og við verðum að bíða rannsóknar lögreglu á þessum atburði sérstaklega,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp Jóns um auknar rannsóknarheimildir lögreglu er nú í meðferð á þinginu en Jón segir það gríðarlega mikilvægt til að lögregla hafi betri tól til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Öll okkar vinna í ráðuneytinu hún ber af sama brunni; við þurfum að bregðast við af mikilli hörku gagnvart skipulagðri brotastarfsemi og þeim vopnaburði meðal annars sem henni fylgir og bara almennri ógn við okkar samfélag. Það er ekki hægt að bíða neitt með það. Það er ekki hægt að gera ekki neitt í þeim efnum núna.“ Snýst ekki bara um lagabreytingar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einnig á því að grípa verði til aðgerða til að taka á auknum vopnaburði. „Það er fyrirhuguð bæði endurskoðun á vopnalögum og líka endurskoðun á lögreglulögum; hvernig við getum tryggt aðstæður lögreglu til að sinna sínum störfum. Þar snýst málið kannski ekki um lagabreytingar fyrst og fremst heldur ekki síður hvernig við stöndum að rekstri lögreglunnar og fjármögnun hennar þannig að við séum að sinna þessu verkefni með fullnægjandi hætti,“ segir Katrín. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Við getum ekki horft fram hjá því að það er vaxandi vopnaburður og þarna virðist vera um alvarlegra atvik en við höfum verið að sjá á undanförnum vikum og mánuðum í þeim efnum. Og við verðum að bíða rannsóknar lögreglu á þessum atburði sérstaklega,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp Jóns um auknar rannsóknarheimildir lögreglu er nú í meðferð á þinginu en Jón segir það gríðarlega mikilvægt til að lögregla hafi betri tól til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Öll okkar vinna í ráðuneytinu hún ber af sama brunni; við þurfum að bregðast við af mikilli hörku gagnvart skipulagðri brotastarfsemi og þeim vopnaburði meðal annars sem henni fylgir og bara almennri ógn við okkar samfélag. Það er ekki hægt að bíða neitt með það. Það er ekki hægt að gera ekki neitt í þeim efnum núna.“ Snýst ekki bara um lagabreytingar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einnig á því að grípa verði til aðgerða til að taka á auknum vopnaburði. „Það er fyrirhuguð bæði endurskoðun á vopnalögum og líka endurskoðun á lögreglulögum; hvernig við getum tryggt aðstæður lögreglu til að sinna sínum störfum. Þar snýst málið kannski ekki um lagabreytingar fyrst og fremst heldur ekki síður hvernig við stöndum að rekstri lögreglunnar og fjármögnun hennar þannig að við séum að sinna þessu verkefni með fullnægjandi hætti,“ segir Katrín.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira