Innlent

Leita að vitnum að slysinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hinn slasaði var fluttur á slysadeild.
Hinn slasaði var fluttur á slysadeild. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík í morgun. 

Vísir fjallaði um slysið í morgun en þá staðfesti lögreglan að um væri að ræða alvarlegt slys.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að bifreiðinni hafi verið ekið norður Kringlumýrarbraut, á hægri akrein, og á vegfaranda sem hugðist ganga yfir gatnamótin til vesturs. 

Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 4441000 eða senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið arni.petur@lrh.is. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×