Fjárfestar sýna Liverpool mikinn áhuga Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 19:01 Eigendur Liverpool vilja fá nýtt fjármagn inn í félagið en eru einnig tilbúnir að skoða það að selja allan sinn hlut. Vísir/Getty Fjárfestingafélagið Fenway Sports Group, sem gaf út á dögunum að knattspyrnufélagið Liverpool væri til sölu, segir að áhugi fjárfesta á félaginu sé mikill. FSG horfir helst til þess að selja lítinn hlut í félaginu en skoðar einnig yfirtöku. Greint var frá áformum FSG á dögunum og fullyrti fjölmiðlillinn The Athletic að söluferlið væri hafið. Liverpool hefur verið í eigu FSG, undir forystu John Henry, frá október 2010 þegar fjárfestingafélagið keypti enska félagið frá George N. Gillett og Tom Hicks. FSG nýtur aðstoðar bankanna Goldman Sachs og Morgan Stanley í söluferlinu og í viðtali við Boston Globe segir Sam Kennedy, einn af eigendum FSG, að áhugi fjárfesta sé mikill. Talið er að FSG skoði helst að fá að borðinu fjárfesta sem kaupa myndu lítinn hlut í Liverpool en sé einnig tilbúið að skoða yfirtöku á öllum hlut fjárfestingafélagsins. „Það hefur verið mikill áhugi frá fjölmörgum aðilum sem tilbúnir eru að fjárfesta í félaginu. Við erum snemma í því ferli að skoða þessa möguleika,“ sagði Kennedy en þetta er það fyrsta sem heyrist opinberlega frá FSG síðan yfirlýsing um mögulega sölu Liverpool var gefin út í byrjun mánaðarins. FSG keypti Liverpool fyrir 300 milljónir punda í október árið 2010 og hefur verið í samstarfi við bankana tvo til að áætla núverandi virði félagsins. Orðrómar hafa verið á kreiki um að verðmæti Liverpool gæti numið allt að 4,4 milljörðum punda. Til samanburðar seldi Roman Abramovich hlut sinn í Chelsea fyrir 4,25 milljarða punda fyrr á þessu ári til félags í eigu Todd Boehly. Kennedy segir að ein leið til að auka virði félagsins sé að selja hluti eða bæta við fjárfestum. „Þýðir það að við munum selja Liverpool? Ég veit það ekki. Það er hlutverk John Henry, Tom Werner og Mike Gordon að reka FSG á ábyrgan hátt og þeir mátu það sem svo að þetta væri frábær tími til að skoða möguleikana á því að fá inn nýja fjárfesta.“ Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Greint var frá áformum FSG á dögunum og fullyrti fjölmiðlillinn The Athletic að söluferlið væri hafið. Liverpool hefur verið í eigu FSG, undir forystu John Henry, frá október 2010 þegar fjárfestingafélagið keypti enska félagið frá George N. Gillett og Tom Hicks. FSG nýtur aðstoðar bankanna Goldman Sachs og Morgan Stanley í söluferlinu og í viðtali við Boston Globe segir Sam Kennedy, einn af eigendum FSG, að áhugi fjárfesta sé mikill. Talið er að FSG skoði helst að fá að borðinu fjárfesta sem kaupa myndu lítinn hlut í Liverpool en sé einnig tilbúið að skoða yfirtöku á öllum hlut fjárfestingafélagsins. „Það hefur verið mikill áhugi frá fjölmörgum aðilum sem tilbúnir eru að fjárfesta í félaginu. Við erum snemma í því ferli að skoða þessa möguleika,“ sagði Kennedy en þetta er það fyrsta sem heyrist opinberlega frá FSG síðan yfirlýsing um mögulega sölu Liverpool var gefin út í byrjun mánaðarins. FSG keypti Liverpool fyrir 300 milljónir punda í október árið 2010 og hefur verið í samstarfi við bankana tvo til að áætla núverandi virði félagsins. Orðrómar hafa verið á kreiki um að verðmæti Liverpool gæti numið allt að 4,4 milljörðum punda. Til samanburðar seldi Roman Abramovich hlut sinn í Chelsea fyrir 4,25 milljarða punda fyrr á þessu ári til félags í eigu Todd Boehly. Kennedy segir að ein leið til að auka virði félagsins sé að selja hluti eða bæta við fjárfestum. „Þýðir það að við munum selja Liverpool? Ég veit það ekki. Það er hlutverk John Henry, Tom Werner og Mike Gordon að reka FSG á ábyrgan hátt og þeir mátu það sem svo að þetta væri frábær tími til að skoða möguleikana á því að fá inn nýja fjárfesta.“
Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira