Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Snorri Másson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að athugasemdir Bankasýslunnar við vinnubrögð Ríkisendurskoðunar geti bent til þess að hún þarfnist skoðunar, en þó sé ekki nauðsynlegt að efna til frekari rannsóknar eða úttektar á bankasölunni á þessu stigi. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira