Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Snorri Másson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að athugasemdir Bankasýslunnar við vinnubrögð Ríkisendurskoðunar geti bent til þess að hún þarfnist skoðunar, en þó sé ekki nauðsynlegt að efna til frekari rannsóknar eða úttektar á bankasölunni á þessu stigi. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira