Eden Hazard um Real vonbrigðin: Mér þykir þetta svo leiðinlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:31 Eden Hazard er fyrirliði belgíska landsliðsins en hér sést hann fagna með Axel Witsel. Getty/Bradley Collyer Belginn Eden Hazard hefur verið eins stórt flopp hjá spænska stórliðinu Real Madrid og þau gerast í fótboltanum. Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira