Eden Hazard um Real vonbrigðin: Mér þykir þetta svo leiðinlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:31 Eden Hazard er fyrirliði belgíska landsliðsins en hér sést hann fagna með Axel Witsel. Getty/Bradley Collyer Belginn Eden Hazard hefur verið eins stórt flopp hjá spænska stórliðinu Real Madrid og þau gerast í fótboltanum. Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira
Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira