„Eitt stórt klúður frá upphafi til enda“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 22:14 Kristrún Frostadóttir Vísir/Vilhelm „Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara. Í ræðu sinni sagði Kristrún Bjarna „slá sig til riddara ef vel gengur með sölu á banka en hafna alfarið ábyrgð nú þegar ljóst er að þessi bankasala er eitt stórt klúður frá upphafi til enda.“ Þá tók hún fram að meira lægi undir málinu heldur en ráðherrastólar eða laskað traust til einstakra einstaklinga. „Traust til stjórnmálanna hefur varla jafnað sig á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá bankakrísunni. Traust til fjármálakerfisins er enn lágt. Það voru samþykkt sérlög um sölu ríkisins á eignarhlut í fjármálafyrirtækjum – sérstaklega til að fyrirbyggja þá stöðu sem nú er upp komin – til að auka traust. Til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn. Að fólk tæki verkefninu alvarlega.“ Óljóst hvernig valið var úr tilboðum Þá benti Kristrún á að 83% þjóðarinnar voru óánægð með bankasöluna, samkvæmt skoðanakönnun Prósents síðasta vor. „Þetta mál snýst um hæfni, ábyrgð, forystu. Ætlar enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?“ Á öðrum stað í ræðunni nefndi Kristrún að eftir útboðið á Íslandsbanka fyrr á árinu hafi „hrollur farið um fólk“ þegar sögur fóru að berast sem síðar voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt að á afsláttarkjörum. „Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi, heldur þriðjungur. Og einkafjárfestar með minni tilboð var hátt í þriðjungur af þeim sem var hleypt að afslættinum. Afsláttur sem nota bene er ekki meitlaður í stein í svona ferli – heldur svigrúm til að veita ef þörf er á.“ Þá sagði Kristrún að þjóðin hafi setið eftir með þá tilfinningu síðasta vor að óljóst hafi verið í hverja var hringt til að hleypa að þessum afsláttarkjörum, óljóst var hvernig valið var úr tilboðum og hvernig þau voru skert , til að mæta umframeftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Kristrún endaði á því að spyrja hver tilfinning þjóðarinnar hafi verið í vor. „Hún var: ekki opið ferli, ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi. Hver er niðurstaða Ríkisendurskoðanda: Ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi.“ Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Í ræðu sinni sagði Kristrún Bjarna „slá sig til riddara ef vel gengur með sölu á banka en hafna alfarið ábyrgð nú þegar ljóst er að þessi bankasala er eitt stórt klúður frá upphafi til enda.“ Þá tók hún fram að meira lægi undir málinu heldur en ráðherrastólar eða laskað traust til einstakra einstaklinga. „Traust til stjórnmálanna hefur varla jafnað sig á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá bankakrísunni. Traust til fjármálakerfisins er enn lágt. Það voru samþykkt sérlög um sölu ríkisins á eignarhlut í fjármálafyrirtækjum – sérstaklega til að fyrirbyggja þá stöðu sem nú er upp komin – til að auka traust. Til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn. Að fólk tæki verkefninu alvarlega.“ Óljóst hvernig valið var úr tilboðum Þá benti Kristrún á að 83% þjóðarinnar voru óánægð með bankasöluna, samkvæmt skoðanakönnun Prósents síðasta vor. „Þetta mál snýst um hæfni, ábyrgð, forystu. Ætlar enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?“ Á öðrum stað í ræðunni nefndi Kristrún að eftir útboðið á Íslandsbanka fyrr á árinu hafi „hrollur farið um fólk“ þegar sögur fóru að berast sem síðar voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt að á afsláttarkjörum. „Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi, heldur þriðjungur. Og einkafjárfestar með minni tilboð var hátt í þriðjungur af þeim sem var hleypt að afslættinum. Afsláttur sem nota bene er ekki meitlaður í stein í svona ferli – heldur svigrúm til að veita ef þörf er á.“ Þá sagði Kristrún að þjóðin hafi setið eftir með þá tilfinningu síðasta vor að óljóst hafi verið í hverja var hringt til að hleypa að þessum afsláttarkjörum, óljóst var hvernig valið var úr tilboðum og hvernig þau voru skert , til að mæta umframeftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Kristrún endaði á því að spyrja hver tilfinning þjóðarinnar hafi verið í vor. „Hún var: ekki opið ferli, ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi. Hver er niðurstaða Ríkisendurskoðanda: Ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi.“
Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11
Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26
„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42