Forseti FIFA biður um vopnahlé í Úkraínu yfir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 12:01 Gianni Infantino hefur verið forseti FIFA síðan að Sepp Blatter varð að segja af sér vegna hneykslis- og mútumála. Getty/ Joern Pollex Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, biðlar til Rússa, Úkraínumanna og heimsins alls um að gera hlé á stríðinu á meðan heimsmeistaramótið í Katar stendur yfir. Forseti FIFA vill að stríðsaðilar nýti jafnframt tækifæri til að leita leiða til að enda stríðið og semja um frið í Úkraínu. Gianni Infantino calls for World Cup ceasefire in Russia s invasion of Ukraine https://t.co/Doa6c3evB1 pic.twitter.com/ffYhiRpr75— Indy Sport (@IndySport) November 15, 2022 Infantino talaði um þetta á fundi með G20 sem eru samtök fjármálaráðherra og seðlabankastjóra tuttugu ríkja ásamt fulltrúum Evrópusambandsins. Infantino sagði að mánaðarlöng heimsmeistarakeppni gæfi gullið tækifæri til að leita lausna og um leið biði það upp á einstakt tækifæri til að semja um frið á svæðinu. „Beiðni mín til ykkar allra er að hugsa um tímabundið vopnahlé í einn mánuð eða fram yfir heimsmeistaramótið eða að minnsta kosti að búa til mannúðlegan vettvang eða dyr sem leiða til samtala um fyrstu skrefin í átt að friði,“ sagði Gianni Infantino í ræðu sinni. „Þið eruð leiðtogar heimsins og hafið tækifærið til að hafa áhrif á mannkynssöguna. Fótboltinn og heimsmeistarakeppnina eru að bjóða ykkur upp á einstakt svið fyrir samstöðu og frið út um allan heim,“ sagði Infantino. FIFA President Gianni Infantino addresses G20 event in Bali on Russia s war on Ukraine: My plea to all of you is to think on a temporary ceasefire for 1 month, for the duration of the World Cup..or anything that could lead to the resumption of dialogue as a first step to peace pic.twitter.com/3vgMlFgxMD— Rob Harris (@RobHarris) November 15, 2022 Heimsmeistarakeppnin í Katar hefst á sunnudaginn kemur og stendur yfir til 18. desember. Rússar komust í átta liða úrslit á heimavelli fyrir fjórum árum síðan en voru bannaðir frá þessari heimsmeistarakeppni eftir innrásina í Úkraínu. Úkraína var nálægt því að komast í keppnina en féll út í umspili á móti Wales í júní. Infantino býst við því að 5,5 milljarðar horfi á heimsmeistaramótið í ár og þar sé frábært tækifæri til að gefa heiminum réttu skilaboðin í átt að því að öðlast frið. „Kannski getur HM, sem hefst eftir fimm daga, hrint af stað jákvæðum breytingum,“ sagði Infantino. HM 2022 í Katar FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Forseti FIFA vill að stríðsaðilar nýti jafnframt tækifæri til að leita leiða til að enda stríðið og semja um frið í Úkraínu. Gianni Infantino calls for World Cup ceasefire in Russia s invasion of Ukraine https://t.co/Doa6c3evB1 pic.twitter.com/ffYhiRpr75— Indy Sport (@IndySport) November 15, 2022 Infantino talaði um þetta á fundi með G20 sem eru samtök fjármálaráðherra og seðlabankastjóra tuttugu ríkja ásamt fulltrúum Evrópusambandsins. Infantino sagði að mánaðarlöng heimsmeistarakeppni gæfi gullið tækifæri til að leita lausna og um leið biði það upp á einstakt tækifæri til að semja um frið á svæðinu. „Beiðni mín til ykkar allra er að hugsa um tímabundið vopnahlé í einn mánuð eða fram yfir heimsmeistaramótið eða að minnsta kosti að búa til mannúðlegan vettvang eða dyr sem leiða til samtala um fyrstu skrefin í átt að friði,“ sagði Gianni Infantino í ræðu sinni. „Þið eruð leiðtogar heimsins og hafið tækifærið til að hafa áhrif á mannkynssöguna. Fótboltinn og heimsmeistarakeppnina eru að bjóða ykkur upp á einstakt svið fyrir samstöðu og frið út um allan heim,“ sagði Infantino. FIFA President Gianni Infantino addresses G20 event in Bali on Russia s war on Ukraine: My plea to all of you is to think on a temporary ceasefire for 1 month, for the duration of the World Cup..or anything that could lead to the resumption of dialogue as a first step to peace pic.twitter.com/3vgMlFgxMD— Rob Harris (@RobHarris) November 15, 2022 Heimsmeistarakeppnin í Katar hefst á sunnudaginn kemur og stendur yfir til 18. desember. Rússar komust í átta liða úrslit á heimavelli fyrir fjórum árum síðan en voru bannaðir frá þessari heimsmeistarakeppni eftir innrásina í Úkraínu. Úkraína var nálægt því að komast í keppnina en féll út í umspili á móti Wales í júní. Infantino býst við því að 5,5 milljarðar horfi á heimsmeistaramótið í ár og þar sé frábært tækifæri til að gefa heiminum réttu skilaboðin í átt að því að öðlast frið. „Kannski getur HM, sem hefst eftir fimm daga, hrint af stað jákvæðum breytingum,“ sagði Infantino.
HM 2022 í Katar FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira