Innlent

Segja fugla­flensuna hafa borist til Banda­ríkjanna um Ís­land og Græn­land

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fuglaflensan hefur greinst í 13 tegundum hér við land, þar á meðal tveimur haförnum.
Fuglaflensan hefur greinst í 13 tegundum hér við land, þar á meðal tveimur haförnum. Helen María Björnsdóttir

Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að dauðsfall ungs hafarnar 8. október í fyrra hafi verið fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum fuglaflensunnar hér á landi í yfirstandandi faraldri. Talið er að örninn hafi étið hræ af smituðum fugli en sama gerð fuglaflensuveirunnar og greindist í erninum greindist í kjölfarið í tveimur svartbökum í Kanada.

Skömmu síðar kom upp smit í alifuglum en þaðan breiddist það niður með austurströnd Bandaríkjanna.

Náin skyldleiki virðist vera milli veirunnar sem breiddist út í Bandaríkjunum og veirunnar í Evrópu 2020 til 2021. Þá segir Morgunblaðið líklegast að smitið hafi borist með farfuglum frá Evrópu um Ísland og Grænland til Kanada.

Brigitte Brugger, einn skýrsluhöfunda, segir erfitt að segja til um hvaða farfuglar báru veiruna hingað en veiran, H5N1, virðist hafa náð góðri fótfestu meðal villtra fugla. Hún hefur greinst í 13 tegundum á Íslandi samkvæmt MAST.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×