Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2022 22:40 Friðþór Eydal er höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi. Arnar Halldórsson Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta. Fjallað var um Rauðhóla í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt en örlög gervigíganna hafa löngum verið tekin sem dæmi um eitt fyrsta stóra umhverfisslysið á Íslandi. Það hefur verið viðtekin skoðun að breski herinn hafi eyðilagt Rauðhólana þegar hann fór að leggja Reykjavíkurflugvöll. Þessi saga er ekki allskostar rétt, miðað við athugun Friðþórs Eydals, sem ritað hefur bækur um umsvif hersins á stríðsárunum. Hermenn við malarnám í Rauðhólum. Herinn tók 95 þúsund rúmmetra úr hólunum. „Það var þegar hafin efnistaka hérna áður en herinn byrjaði á sínum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll,“ segir Friðþór. Borgin hafi áður verið byrjuð að nýta efni úr hólunum í gatnagerð. „En efnið í Reykjavíkurflugvöll kom úr Öskjuhlíðinni, þar sem sprengt var út grjót, og úr sandgryfjunum í Fífuhvammi í Kópavogi. Og svo fylliefni héðan úr Rauðhólunum.“ Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar. Friðþór segir að herinn hafi skráð það sem kom úr Rauðhólum. „Herinn tók 95 þúsund rúmmetra. Þeir skráðu það niður allt saman. Það er ekki meira en svo að ef við stöfluðum því upp í svona fimm metra hæð þá væri það ekki nema hundrað sinnum tvöhundruð metrar á kant.“ Loftmynd bandaríska hersins frá árinu 1946. Rauðhólar sjást neðarlega til vinstri, Rauðavatn efst í vinstra horninu.U.S. Air Force Þetta segir hann sjást vel á loftmynd sem bandaríski herinn tók skömmu eftir stríð, árið 1946. „Þar sér eiginlega bara ekki högg á vatni.“ -Þannig að megnið af Rauðhólunum er tekið eftir stríð? „Já.“ Svona lítur eystri hluti Rauðhólanna út í dag.Arnar Halldórsson -Þannig að þetta er bara bæjarbúum sjálfum og borginni um að kenna hvernig Rauðhólarnir fóru? „Já, já, væntanlega kannski að stærstum hluta. Því að hér var óheft efnistaka meira og minna fram á sjöunda áratug,“ segir Friðþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Bretland Tengdar fréttir Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Fjallað var um Rauðhóla í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt en örlög gervigíganna hafa löngum verið tekin sem dæmi um eitt fyrsta stóra umhverfisslysið á Íslandi. Það hefur verið viðtekin skoðun að breski herinn hafi eyðilagt Rauðhólana þegar hann fór að leggja Reykjavíkurflugvöll. Þessi saga er ekki allskostar rétt, miðað við athugun Friðþórs Eydals, sem ritað hefur bækur um umsvif hersins á stríðsárunum. Hermenn við malarnám í Rauðhólum. Herinn tók 95 þúsund rúmmetra úr hólunum. „Það var þegar hafin efnistaka hérna áður en herinn byrjaði á sínum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll,“ segir Friðþór. Borgin hafi áður verið byrjuð að nýta efni úr hólunum í gatnagerð. „En efnið í Reykjavíkurflugvöll kom úr Öskjuhlíðinni, þar sem sprengt var út grjót, og úr sandgryfjunum í Fífuhvammi í Kópavogi. Og svo fylliefni héðan úr Rauðhólunum.“ Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar. Friðþór segir að herinn hafi skráð það sem kom úr Rauðhólum. „Herinn tók 95 þúsund rúmmetra. Þeir skráðu það niður allt saman. Það er ekki meira en svo að ef við stöfluðum því upp í svona fimm metra hæð þá væri það ekki nema hundrað sinnum tvöhundruð metrar á kant.“ Loftmynd bandaríska hersins frá árinu 1946. Rauðhólar sjást neðarlega til vinstri, Rauðavatn efst í vinstra horninu.U.S. Air Force Þetta segir hann sjást vel á loftmynd sem bandaríski herinn tók skömmu eftir stríð, árið 1946. „Þar sér eiginlega bara ekki högg á vatni.“ -Þannig að megnið af Rauðhólunum er tekið eftir stríð? „Já.“ Svona lítur eystri hluti Rauðhólanna út í dag.Arnar Halldórsson -Þannig að þetta er bara bæjarbúum sjálfum og borginni um að kenna hvernig Rauðhólarnir fóru? „Já, já, væntanlega kannski að stærstum hluta. Því að hér var óheft efnistaka meira og minna fram á sjöunda áratug,“ segir Friðþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Bretland Tengdar fréttir Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54