Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 14:36 Xi Jinping og Joe Biden, forsetar Kína og Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna. Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna.
Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira