Sýningarflugvélar skullu saman í lofti Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 23:06 B-17 sprengjuflugvél sprakk með miklum látum eftir að hún hrapaði í Dallas í dag. Nathaniel Ross Photography/AP Talið er að sex manns hafi verið um borð í tveimur gömlum herflugvélum sem skullu saman í lofti á hersýningu í Dallas í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjamenn halda um helgina upp á dag uppgjafarhermanna sem er á morgun. Í því felst meðal annars að fjöldi fólks kemur saman til þess að horfa á hersýningar. Ein slík var haldin í Dallas í Texas í dag. Svo fór ekki betur en að B-17 sprengjuflugvél og P-63 Kingcobra orrustuflugvél skullu saman á meðan B-17 vélinni var flogið í oddaflugi ásamt fleiri sprengjuflugvélum. Margir voru viðstaddir og því má finna fjölda myndskeiða af atvikinu á samfélagsmiðlum. Tvö slík má sjá hér að neðan. #BREAKING: New angle of the mid-air collision obtained by @WFAA shows B-17 and other aircraft flying formations at #WingsOverDallas at 1:21p today, when it was hit by a P-63 and fell to the ground over the airfield at Dallas Executive Airport (RBD). pic.twitter.com/6NAS93b3re— Jason Whitely (@JasonWhitely) November 12, 2022 NOW - B-17 bomber and a smaller plane collide at Dallas airshow.pic.twitter.com/BmJgnxBnrb— Disclose.tv (@disclosetv) November 12, 2022 AP hefur eftir Leah Block, talskonu Commemorative Air Force, samtaka sem setja á svið sýningar með herflugvélum úr seinni heimstyrjöldinni, að talið sé að fimm hafi verið um borð í sprengjuflugvélinni og einn í orrustuflugvélinni. Engar fregnir hafa borist af líðan þeirra sem í vélunum voru en af myndböndum að dæma er ósennilegt að nokkur hafi komist lífs af. Victoria Yeager, ekkja Chucks Yeager, sem rauf hljóðmúrinn fyrstur manna í flugvél, var viðstödd sýninguna. „Flakið var gjörónýtt. Við vonuðum bara að allir hefðu komið sér út en við vissum að þeir höfðu ekki gert það,“ hefur AP eftir henni. Flak sprengjuflugvélarinnar er gjörónýtt eftir áreksturinn.LM Otero/AP Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á slysinu í samstarfi við lögregluna á svæðinu. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Sjá meira
Bandaríkjamenn halda um helgina upp á dag uppgjafarhermanna sem er á morgun. Í því felst meðal annars að fjöldi fólks kemur saman til þess að horfa á hersýningar. Ein slík var haldin í Dallas í Texas í dag. Svo fór ekki betur en að B-17 sprengjuflugvél og P-63 Kingcobra orrustuflugvél skullu saman á meðan B-17 vélinni var flogið í oddaflugi ásamt fleiri sprengjuflugvélum. Margir voru viðstaddir og því má finna fjölda myndskeiða af atvikinu á samfélagsmiðlum. Tvö slík má sjá hér að neðan. #BREAKING: New angle of the mid-air collision obtained by @WFAA shows B-17 and other aircraft flying formations at #WingsOverDallas at 1:21p today, when it was hit by a P-63 and fell to the ground over the airfield at Dallas Executive Airport (RBD). pic.twitter.com/6NAS93b3re— Jason Whitely (@JasonWhitely) November 12, 2022 NOW - B-17 bomber and a smaller plane collide at Dallas airshow.pic.twitter.com/BmJgnxBnrb— Disclose.tv (@disclosetv) November 12, 2022 AP hefur eftir Leah Block, talskonu Commemorative Air Force, samtaka sem setja á svið sýningar með herflugvélum úr seinni heimstyrjöldinni, að talið sé að fimm hafi verið um borð í sprengjuflugvélinni og einn í orrustuflugvélinni. Engar fregnir hafa borist af líðan þeirra sem í vélunum voru en af myndböndum að dæma er ósennilegt að nokkur hafi komist lífs af. Victoria Yeager, ekkja Chucks Yeager, sem rauf hljóðmúrinn fyrstur manna í flugvél, var viðstödd sýninguna. „Flakið var gjörónýtt. Við vonuðum bara að allir hefðu komið sér út en við vissum að þeir höfðu ekki gert það,“ hefur AP eftir henni. Flak sprengjuflugvélarinnar er gjörónýtt eftir áreksturinn.LM Otero/AP Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á slysinu í samstarfi við lögregluna á svæðinu.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Sjá meira