Grunur um að lögregla eigi sök á dauða tuga flóttamanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. nóvember 2022 16:01 Flóttamenn við landamærastöðina við Melilla á norðurströnd Afríku. ILIES AMAR/Europa Press via Getty Images Grunur leikur á að spænska lögreglan beri ábyrgð á öngþveiti sem skapaðist við landamæri Spánar og Marokkó í sumar með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 flóttamenn létust þegar þeir tróðust undir og yfir 200 slösuðust. Lögreglan skaut táragasi, gúmmíkúlum, reykbombum og piparúða að mannfjöldanum til að hindra hann í að komast inn til Spánar. Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi. Spánn Flóttamenn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi.
Spánn Flóttamenn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira